Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 22:02 Gúmmíbjörgunarbátar eru einn mikilvægasti öryggisbúnaður sem sjófarendur reiða sig á. Ef sleppibúnaður þeirra virkar ekki er öryggi sjómanna stefnt í voða. vísir/ernir Rannsakað verður hvers vegna björgunarbátur og sleppibúnaður sanddæluskipsins Perlu virkuðu ekki er það sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag, að sögn Jóns A. Ingólfssonar, rannsóknarstjóra sjóslysanefndar. Hann segir koma til greina að endurskoða verklags- og öryggisreglur, en þetta er í annað sinn í ár sem sleppigálgi virkar ekki sem skyldi. „Það er nauðsynlegt að taka þessum málum alvarlega og við munum prófa búnaðinn um leið og Perla kemur upp,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Ég tel ekki rétt að vera með einhverjar vangaveltur, en við þurfum að bíða niðurstaðna úr þessum tveimur málum áður en við getum sagt til um það hvort einhverju þurfi að breyta, en það gæti vissulega komið til greina.“ Þá er rannsókn enn í gangi á orsökum þess að Jón Hákon BA fórst úti fyrir Aðalvík í júlí síðastliðnum, að sögn Jóns. Ljóst er þó að sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði ekki, en ekki verður hægt að rannsaka ástæður þess fyrr en báturinn verður sóttur af hafsbotni. „Við erum að vinna í þessu máli alveg á fullu. Ég get ekki sagt hvenær rannsókn lýkur en við erum að reyna að hraða okkur með það mál,“ segir Jón.Einn lést er Jón Hákon sökk út af Aðalvík í norðanverðu Ísafjarðardjúpi hinn 7.júlí. Hvorugur björgunarbátanna blés út.Kort/Loftmyndir.isBúnaðurinn prófaður árlega Samgöngustofa hefur eftirlit með losunar- og sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þ.e eftirlitshluta á Jóni Hákoni og Perlu, en í skriflegu svari hans segir að búnaðurinn sé skoðaður og prófaður af þjónustuaðilum sem hafi fengið starfsleyfi frá Samgöngustofu til fimm ára í senn. Krafa sé gerð um að staðfesting liggi fyrir um þjálfun skoðunarmanna þjónustuaðila frá framleiðanda búnaðarins. Stofnunin hafi eftirlit með starfsemi þjónustuaðilanna, geri úttektir á tækjum og búnaði þeirra á vettvangi og gangi úr skugga um að farið sé að settum reglum. Þá sé björgunarbúnaður skoðaður samkvæmt gátlistum og fyrirmælum framleiðanda og prófaður einu sinni á ári. Ef virkni búnaðar reynist ekki sem skyldi skuli gerðar úrbætur, það er framkvæmd viðgerð eða nýr búnaður settur um borð. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Dæla þurfti sjó úr öðru skipi Björgunar Gleymdist að loka fyrir botnloka. 5. nóvember 2015 12:14 Perla verður á hafnarbotni fram á fimmtudag hið minnsta Aðgerðir til að koma sanddæluskipinu á flot verða ekki reyndar næstu daga. 7. nóvember 2015 15:54 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Rannsakað verður hvers vegna björgunarbátur og sleppibúnaður sanddæluskipsins Perlu virkuðu ekki er það sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag, að sögn Jóns A. Ingólfssonar, rannsóknarstjóra sjóslysanefndar. Hann segir koma til greina að endurskoða verklags- og öryggisreglur, en þetta er í annað sinn í ár sem sleppigálgi virkar ekki sem skyldi. „Það er nauðsynlegt að taka þessum málum alvarlega og við munum prófa búnaðinn um leið og Perla kemur upp,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Ég tel ekki rétt að vera með einhverjar vangaveltur, en við þurfum að bíða niðurstaðna úr þessum tveimur málum áður en við getum sagt til um það hvort einhverju þurfi að breyta, en það gæti vissulega komið til greina.“ Þá er rannsókn enn í gangi á orsökum þess að Jón Hákon BA fórst úti fyrir Aðalvík í júlí síðastliðnum, að sögn Jóns. Ljóst er þó að sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði ekki, en ekki verður hægt að rannsaka ástæður þess fyrr en báturinn verður sóttur af hafsbotni. „Við erum að vinna í þessu máli alveg á fullu. Ég get ekki sagt hvenær rannsókn lýkur en við erum að reyna að hraða okkur með það mál,“ segir Jón.Einn lést er Jón Hákon sökk út af Aðalvík í norðanverðu Ísafjarðardjúpi hinn 7.júlí. Hvorugur björgunarbátanna blés út.Kort/Loftmyndir.isBúnaðurinn prófaður árlega Samgöngustofa hefur eftirlit með losunar- og sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þ.e eftirlitshluta á Jóni Hákoni og Perlu, en í skriflegu svari hans segir að búnaðurinn sé skoðaður og prófaður af þjónustuaðilum sem hafi fengið starfsleyfi frá Samgöngustofu til fimm ára í senn. Krafa sé gerð um að staðfesting liggi fyrir um þjálfun skoðunarmanna þjónustuaðila frá framleiðanda búnaðarins. Stofnunin hafi eftirlit með starfsemi þjónustuaðilanna, geri úttektir á tækjum og búnaði þeirra á vettvangi og gangi úr skugga um að farið sé að settum reglum. Þá sé björgunarbúnaður skoðaður samkvæmt gátlistum og fyrirmælum framleiðanda og prófaður einu sinni á ári. Ef virkni búnaðar reynist ekki sem skyldi skuli gerðar úrbætur, það er framkvæmd viðgerð eða nýr búnaður settur um borð.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Dæla þurfti sjó úr öðru skipi Björgunar Gleymdist að loka fyrir botnloka. 5. nóvember 2015 12:14 Perla verður á hafnarbotni fram á fimmtudag hið minnsta Aðgerðir til að koma sanddæluskipinu á flot verða ekki reyndar næstu daga. 7. nóvember 2015 15:54 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Perla verður á hafnarbotni fram á fimmtudag hið minnsta Aðgerðir til að koma sanddæluskipinu á flot verða ekki reyndar næstu daga. 7. nóvember 2015 15:54
Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30