Finna má norðurljós á Mars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2015 22:38 Mars er vinsælt rannsóknarviðfangsefni þessa stundina. Vísir/Getty Finna má segulljós sambærileg norðurljósum á Mars, breytilegt andrúmsloft og ljóst er að að sólstormar hafa haft mikil áhrif á sögu plánetunnar rauðu. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum NASA sem kynntar voru í dag.Rannsóknarhópur innan NASA sem nefnist Mars Athmosphere and Volatile Evolution hefur legið yfir gögnum frá MAVEN-geimfarinu sem komst á braut um Mars þann 22. september 2014. Hefur geimfarið síðan þá safnað saman gögnum um andrúmsloft Mars. Aðeins eru eftir örður að segulsviðinu sem einu sinni umlauk Mars og verndaði plánetuna fyrir sólargeislum líkt og segulsvið Jarðar gerir á hverjum einasta degi. Það gerir það að verkum að stór hluti Mars verður fyrir sólargeislum sem skapa segulljós. Einn af meðlimum rannsóknarhópsins grínaðist einmitt með það að ef einhver yrði skilinn eftir á Mars líkt og Matt Damon í The Martian myndi sá hinn sami í það minnsta geta notið ljósasýningarinnar sem er keimlík þeim norðurljósum sem við þekkjum hér á norðurhjara veraldar. Gögn frá MAVEN gefa einnig til kynna hvernig andrúmsloftið á Mars varð jafn þurrt og raun ber vitni í dag. Í árdaga Mars var andrúmsloftið á plánetunni töluvert hlýrra og rakara. Án segulsviðsins er yfirborð Mars sólvindbarið. Líklegt þykir að þessir sólstormar hafi leitt til þess að segulsviðið hafi smám saman drabbast niður og því hafi andrúmsloftið og yfirborð Mars orðið berskjaldað. Það hafi gert það að verkum að andrúmsloft Mars er jafn þurrt og það er í dag. Tengdar fréttir Fljótandi vatn finnst á yfirborði Mars Fljótandi vatn streymir niður gíga og gil yfir sumarmánuðina á Mars. 28. september 2015 15:27 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Finna má segulljós sambærileg norðurljósum á Mars, breytilegt andrúmsloft og ljóst er að að sólstormar hafa haft mikil áhrif á sögu plánetunnar rauðu. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum NASA sem kynntar voru í dag.Rannsóknarhópur innan NASA sem nefnist Mars Athmosphere and Volatile Evolution hefur legið yfir gögnum frá MAVEN-geimfarinu sem komst á braut um Mars þann 22. september 2014. Hefur geimfarið síðan þá safnað saman gögnum um andrúmsloft Mars. Aðeins eru eftir örður að segulsviðinu sem einu sinni umlauk Mars og verndaði plánetuna fyrir sólargeislum líkt og segulsvið Jarðar gerir á hverjum einasta degi. Það gerir það að verkum að stór hluti Mars verður fyrir sólargeislum sem skapa segulljós. Einn af meðlimum rannsóknarhópsins grínaðist einmitt með það að ef einhver yrði skilinn eftir á Mars líkt og Matt Damon í The Martian myndi sá hinn sami í það minnsta geta notið ljósasýningarinnar sem er keimlík þeim norðurljósum sem við þekkjum hér á norðurhjara veraldar. Gögn frá MAVEN gefa einnig til kynna hvernig andrúmsloftið á Mars varð jafn þurrt og raun ber vitni í dag. Í árdaga Mars var andrúmsloftið á plánetunni töluvert hlýrra og rakara. Án segulsviðsins er yfirborð Mars sólvindbarið. Líklegt þykir að þessir sólstormar hafi leitt til þess að segulsviðið hafi smám saman drabbast niður og því hafi andrúmsloftið og yfirborð Mars orðið berskjaldað. Það hafi gert það að verkum að andrúmsloft Mars er jafn þurrt og það er í dag.
Tengdar fréttir Fljótandi vatn finnst á yfirborði Mars Fljótandi vatn streymir niður gíga og gil yfir sumarmánuðina á Mars. 28. september 2015 15:27 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Fljótandi vatn finnst á yfirborði Mars Fljótandi vatn streymir niður gíga og gil yfir sumarmánuðina á Mars. 28. september 2015 15:27
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent