Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2015 10:02 Í Gettu betur var því haldið fram að Sigmundur hafi ekki komist í ræðulið síns skóla, margir ráku upp stór augu en nú er komið á daginn að þetta stenst að sjálfsögðu ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur séð sig til knúinn að leiðrétta dómara og spyrla í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskóla. Í síðustu viðureign var, í hraðaspurningum, spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi komist í Morfís-lið MR og rétt svar við því átti að vera að svo hafi ekki verið. Þetta er bara alrangt. Sigmundur Davíð leiðréttir þetta á Facebook-síðu sinni, og þó hann slái á létta strengi er ljóst að forsætisráðherra er ekki ánægður með að misskilningur sem þessi festist í sessi. „Það er ekki síðra að vera spurning í Gettu betur en að birtast í áramótaskaupinu. Ég er hins vegar feginn því að úrslitin í kvöld réðust ekki af spurningunni um mig enda mætti deila um hvað teldist rétt svar. Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið. Ég er hins vegar fyrst núna að átta mig á að það gæti verið augljóst samhengi þar á milli,“ skrifar Sigmundur Davíð og með fylgir lítill broskall. Annars er ljóst að forsætisráðherra fylgist vel með fjölmiðlum því svo í morgun birti hann mynd sem er af íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fyrirsögnin er: Vonum að „Sigmundur Davíð sendi góða strauma“ og er þar fjallað um íshokkí. Sigmundur Davíð skrifar við myndina: „En ekki hvað? Áfram Ísland!“ Innlegg frá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Morfís Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur séð sig til knúinn að leiðrétta dómara og spyrla í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskóla. Í síðustu viðureign var, í hraðaspurningum, spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi komist í Morfís-lið MR og rétt svar við því átti að vera að svo hafi ekki verið. Þetta er bara alrangt. Sigmundur Davíð leiðréttir þetta á Facebook-síðu sinni, og þó hann slái á létta strengi er ljóst að forsætisráðherra er ekki ánægður með að misskilningur sem þessi festist í sessi. „Það er ekki síðra að vera spurning í Gettu betur en að birtast í áramótaskaupinu. Ég er hins vegar feginn því að úrslitin í kvöld réðust ekki af spurningunni um mig enda mætti deila um hvað teldist rétt svar. Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið. Ég er hins vegar fyrst núna að átta mig á að það gæti verið augljóst samhengi þar á milli,“ skrifar Sigmundur Davíð og með fylgir lítill broskall. Annars er ljóst að forsætisráðherra fylgist vel með fjölmiðlum því svo í morgun birti hann mynd sem er af íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fyrirsögnin er: Vonum að „Sigmundur Davíð sendi góða strauma“ og er þar fjallað um íshokkí. Sigmundur Davíð skrifar við myndina: „En ekki hvað? Áfram Ísland!“ Innlegg frá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Morfís Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira