Stjórnarandstaðan gáttuð á útspili utanríkisráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2015 00:01 Birgitta Jónsdóttir , þingmaður Pírata, er ómyrk í máli þegar kemur að bréfasendingum utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Bréf utanríkisráðherra til ESB um slit á viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur mætt mikilli andstöðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sent Johannesi Hahn, framkvæmdastjóra aðildarviðræðna Evrópusambandsins, bréf þar sem þeir segja að þingsályktunartillagan frá 16. júlí 2009 hafi ekki verið felld úr gildi. Þá hafnaði Einar K. Guðfinnsson þingforseti í gær beiðni stjórnarandstöðu um þingfund til að ræða bréf utanríkisráðherra. Þing kemur því saman á mánudag. „Alveg ljóst er að ekki verða hefðbundin þingstörf á mánudag, það er óhætt að segja,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. „Augljóst er að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ekki treyst sér til að ná þingsályktun um afturköllun á viðræðum í gegnum þingið. Því reyna þeir að finna einhverja leið til að þvinga fram slit á aðildarviðræðum, án þess að spyrja þing eða þjóð.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir verið að skerða völd þingsins og að fasísk vinnubrögð séu látin viðgangast. „Stjórnarandstaðan er samhent á þessum örlagaríku tímum. Svona vinnubrögð í átt að fasisma verða ekki liðin. Nú er verið að draga tennurnar úr þinginu á sama hátt og var gert við þýska þingið fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta hefst alltaf þannig að þingið er gert óstarfhæft. Því verð ég að spyrja hvort við viljum fara þangað,“ segir Birgitta. „Það er alveg ljóst að ráðherra er umboðslaus með að koma með yfirlýsingar um að aðildarferlinu sé lokið. Þarna fer hann á svig við þingræðið.“ Tengdar fréttir Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01 Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Bréf utanríkisráðherra til ESB um slit á viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur mætt mikilli andstöðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sent Johannesi Hahn, framkvæmdastjóra aðildarviðræðna Evrópusambandsins, bréf þar sem þeir segja að þingsályktunartillagan frá 16. júlí 2009 hafi ekki verið felld úr gildi. Þá hafnaði Einar K. Guðfinnsson þingforseti í gær beiðni stjórnarandstöðu um þingfund til að ræða bréf utanríkisráðherra. Þing kemur því saman á mánudag. „Alveg ljóst er að ekki verða hefðbundin þingstörf á mánudag, það er óhætt að segja,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. „Augljóst er að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ekki treyst sér til að ná þingsályktun um afturköllun á viðræðum í gegnum þingið. Því reyna þeir að finna einhverja leið til að þvinga fram slit á aðildarviðræðum, án þess að spyrja þing eða þjóð.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir verið að skerða völd þingsins og að fasísk vinnubrögð séu látin viðgangast. „Stjórnarandstaðan er samhent á þessum örlagaríku tímum. Svona vinnubrögð í átt að fasisma verða ekki liðin. Nú er verið að draga tennurnar úr þinginu á sama hátt og var gert við þýska þingið fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta hefst alltaf þannig að þingið er gert óstarfhæft. Því verð ég að spyrja hvort við viljum fara þangað,“ segir Birgitta. „Það er alveg ljóst að ráðherra er umboðslaus með að koma með yfirlýsingar um að aðildarferlinu sé lokið. Þarna fer hann á svig við þingræðið.“
Tengdar fréttir Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01 Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01
Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01