Hver er þessi næsti forsætisráðherra Ástralíu? Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2015 14:54 Malcolm Turnbull þykir lengra til vinstri en margir aðrir í Frjálslynda flokknum. Vísir/EPA Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu eftir að hafa hlotið fleiri atkvæði en Tony Abbott forsætisráðherra í formannskjöri Frjálslynda flokksins fyrr í dag.Í frétt BBC segir að Turnbull þyki hæfur ráðherra, mælskur og vel liðinn þvert á flokkslínur. Hann hefur gegnt embætti ráðherra fjarskiptamála frá árinu 2013. Frjálslyndi flokkurinn í Ástralíu er íhaldssamur flokkur, en Turnbull er þekktur fyrir frjálslyndar skoðanir sínar, meðal annars þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Þá styður hann aðgerðir ríkja til að bregðast megi við loftslagsbreytingum. Þessar skoðanir Turnbull eru ekki líklegar til að falla hægrisinnuðustu flokksmönnum Frjálslynda flokksins í geð og óttast þeir að flokkurinn muni breyta um stefnu í fjölda mikilvægra mála.Einn ríkasti þingmaðurinnVinsældir Abbott höfðu minnkað mikið síðustu mánuði og sagði Turnbull ljóst að Frjálslyndi flokkurinn myndi bíða lægri hlut í þingkosningunum á næsta ári, yrði ekki skipt um mann í brúnni.Tony Abbott var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins árið 2009.Vísir/EPATurnbull hefur áður starfað sem lögmaður og viðskiptamaður og er einn ríkasti þingmaður landsins. Hann ólst upp í úthverfi Sydney af einstæðu foreldri, stundaði laganám í Sydney-háskóla og aflaði sér svo frekari menntunar í Oxford í Englandi. Til að byrja með starfaði hann sem fréttamaður, meðal annars hjá Sunday Times í Bretlandi, áður en hann hóf starf sem lögmaður. Á tíunda áratugnum auðgaðist hann mikið eftir að hafa stofnað eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins á þeim tíma, OzEmail.Kjörinn á þing 2004Turnbull var kjörinn á þing árið 2004 í kjördæminu Wentworth. Hann var fljótur að komast til metorða innan Frjálslynda flokksins, þar sem hann gegndi stuttlega embætti umhverfis- og vatnsauðlindaráðherra í ríkisstjórn John Howard áður en Verkamannaflokkurinn náði völdum árið 2007. Árið 2008 var Turnbull kjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Ári síðar beið hann hins vegar lægri hlut í formennskukjöri Frjálslynda flokksins, þar sem Tony Abbott hlaut einu atkvæði fleira en hann. Var þá talið að afstaða Turnbull til loftslagsmála hafi einna helst leitt til sigurs Abbotts.Fjórði forsætisráðherrann frá 2013 Turnbull verður fjórði maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 2013. Kevin Rudd bolaði Juliu Gillard úr sæti formanns Verkamannaflokksins og þar með embætti forsætisráðherra í júní 2013, nokkrum mánuðum áður en Abbott og Frjálslyndi flokkurinn unnu sigur í kosningum. Árið 2010 hafði Gillard sjálf sigrað Rudd, sitjandi formann Verkamannaflokksins, í formannskjöri. Síðasti maðurinn til að sitja heilt kjörtímabil í embætti forsætisráðherra var John Howard sem lét af völdum árið 2007. Turnbull er giftur Lucy Turnbull, áður Hughes, sem varð fyrsti kvenkyns borgarstjóri Sydney-borgar árið 2003. Tengdar fréttir Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21 Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Malcolm Turnbull mun taka við embætti forsætisráðherra Ástralíu eftir að hafa hlotið fleiri atkvæði en Tony Abbott forsætisráðherra í formannskjöri Frjálslynda flokksins fyrr í dag.Í frétt BBC segir að Turnbull þyki hæfur ráðherra, mælskur og vel liðinn þvert á flokkslínur. Hann hefur gegnt embætti ráðherra fjarskiptamála frá árinu 2013. Frjálslyndi flokkurinn í Ástralíu er íhaldssamur flokkur, en Turnbull er þekktur fyrir frjálslyndar skoðanir sínar, meðal annars þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Þá styður hann aðgerðir ríkja til að bregðast megi við loftslagsbreytingum. Þessar skoðanir Turnbull eru ekki líklegar til að falla hægrisinnuðustu flokksmönnum Frjálslynda flokksins í geð og óttast þeir að flokkurinn muni breyta um stefnu í fjölda mikilvægra mála.Einn ríkasti þingmaðurinnVinsældir Abbott höfðu minnkað mikið síðustu mánuði og sagði Turnbull ljóst að Frjálslyndi flokkurinn myndi bíða lægri hlut í þingkosningunum á næsta ári, yrði ekki skipt um mann í brúnni.Tony Abbott var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins árið 2009.Vísir/EPATurnbull hefur áður starfað sem lögmaður og viðskiptamaður og er einn ríkasti þingmaður landsins. Hann ólst upp í úthverfi Sydney af einstæðu foreldri, stundaði laganám í Sydney-háskóla og aflaði sér svo frekari menntunar í Oxford í Englandi. Til að byrja með starfaði hann sem fréttamaður, meðal annars hjá Sunday Times í Bretlandi, áður en hann hóf starf sem lögmaður. Á tíunda áratugnum auðgaðist hann mikið eftir að hafa stofnað eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins á þeim tíma, OzEmail.Kjörinn á þing 2004Turnbull var kjörinn á þing árið 2004 í kjördæminu Wentworth. Hann var fljótur að komast til metorða innan Frjálslynda flokksins, þar sem hann gegndi stuttlega embætti umhverfis- og vatnsauðlindaráðherra í ríkisstjórn John Howard áður en Verkamannaflokkurinn náði völdum árið 2007. Árið 2008 var Turnbull kjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Ári síðar beið hann hins vegar lægri hlut í formennskukjöri Frjálslynda flokksins, þar sem Tony Abbott hlaut einu atkvæði fleira en hann. Var þá talið að afstaða Turnbull til loftslagsmála hafi einna helst leitt til sigurs Abbotts.Fjórði forsætisráðherrann frá 2013 Turnbull verður fjórði maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 2013. Kevin Rudd bolaði Juliu Gillard úr sæti formanns Verkamannaflokksins og þar með embætti forsætisráðherra í júní 2013, nokkrum mánuðum áður en Abbott og Frjálslyndi flokkurinn unnu sigur í kosningum. Árið 2010 hafði Gillard sjálf sigrað Rudd, sitjandi formann Verkamannaflokksins, í formannskjöri. Síðasti maðurinn til að sitja heilt kjörtímabil í embætti forsætisráðherra var John Howard sem lét af völdum árið 2007. Turnbull er giftur Lucy Turnbull, áður Hughes, sem varð fyrsti kvenkyns borgarstjóri Sydney-borgar árið 2003.
Tengdar fréttir Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21 Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Turnbull skorar á Abbott í leiðtogaslag Malcolm Turnbull, fyrrum ráðherra fjarskiptamála í Ástralíu, hefur boðið sig fram til formanns í Frjálslynda flokknum. 14. september 2015 10:21
Tony Abbott bolað úr sæti formanns Frjálslynda flokksins Malcolm Turnbull verður nýr forsætisráðherra Ástralíu. 14. september 2015 12:12