Phillip Cocu, þjálfari Hollandsmeistara PSV Eindhoven, er ekkert smeykur fyrir leik sinna manna gegn Manchester United í Meistaradeildinni annað kvöld.
Hollandsmeistararnir fá Louis van Gaal og lærisveina hans í heimsókn í fyrstu leikviku Meistaradeildarinnar, en þar snýr Memphis Depay aftur á sinn gamla heimavöll, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann yfirgaf liðið.
„Við eigum að virða alla andstæðinga okkar,“ sagði Cocu á blaðamannafundi í dag, en með United og PSV í riðlinum eru CSKA Moskva og Wolfsburg.
„Við erum samt ekki hræddir við Manchester United. Við ætlum ekkert að kasta inn handklæðinu áður en leikurinn byrjar. Þvert á móti ætlum við að nýta þetta tækifæri,“ sagði hann.
„Þetta eru leikirnir sem allir hlakka til. Það sama átti við um mig þegar ég var að spila. Við þurfum kannski frekar að róa leikmenn fyrir þenn leik heldur en að hvetja þá áfram. Það er mikilvægt að allir verði rólegir. Menn verða að einbeita sér því smáatriðin munu skipta máli í þessum leik,“ sagði Phillip Cocu.
Þjálfari PSV: Við erum ekki hræddir við Manchester United
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn


Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn


Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn

