Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikjahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spilað 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringumstæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Fréttablaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við.Markvörðurinn André Hansen á æfingu á KR-vellinum í gærkvöldi.vísir/valliVanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðlakeppnina,“ sagði André Hansen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekkir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Grenland áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólmar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókndjarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höldum svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, í góðu skapi í Vesturbænum í gær við hliðina á Hólmari.vísir/valliLoksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Bochum í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta markmið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þangað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vinahóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira
Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikjahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spilað 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringumstæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Fréttablaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við.Markvörðurinn André Hansen á æfingu á KR-vellinum í gærkvöldi.vísir/valliVanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðlakeppnina,“ sagði André Hansen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekkir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Grenland áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólmar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókndjarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höldum svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, í góðu skapi í Vesturbænum í gær við hliðina á Hólmari.vísir/valliLoksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Bochum í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta markmið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þangað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vinahóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira