Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikjahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spilað 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringumstæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Fréttablaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við.Markvörðurinn André Hansen á æfingu á KR-vellinum í gærkvöldi.vísir/valliVanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðlakeppnina,“ sagði André Hansen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekkir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Grenland áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólmar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókndjarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höldum svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, í góðu skapi í Vesturbænum í gær við hliðina á Hólmari.vísir/valliLoksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Bochum í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta markmið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þangað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vinahóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Bikarmeistarar KR eiga tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu, en Vesturbæjarliðið mætir norska stórveldinu Rosenborg í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í kvöld. Hann hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Skrítið að vera hérna Hólmar Örn Eyjólfsson, leikjahæsti leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins frá upphafi, gekk í raðir Rosenborg á miðju tímabili í fyrra og er búinn að festa sér byrjunarliðssæti. Hann hefur spilað 14 af 16 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni í ár þar sem það trónir á toppnum. „Það er frekar skrítið að vera hérna undir þessum kringumstæðum. Mér líður dálítið eins og ég sé í útlöndum en samt er ég heima á Íslandi. Ég tala bara ensku við alla og svona,“ sagði Hólmar Örn brosandi við Fréttablaðið eftir æfingu Rosenborg á KR-vellinum í gær. „Það er gaman að koma heim til Íslands og mæta KR í fyrsta sinn í langan tíma,“ bætti hann við.Markvörðurinn André Hansen á æfingu á KR-vellinum í gærkvöldi.vísir/valliVanmetum ekki KR Norska stórveldið ætlar sér að sjálfsögðu að komast í gegnum KR-ingana og mun lengra en það. „Markmiðið er að komast í riðlakeppnina,“ sagði André Hansen, markvörður Rosenborg, við Fréttablaðið í gær, en hann þekkir vel til í Vesturbænum. Hansen kom til landsins á láni sumarið 2009 frá Lilleström þegar norska félagið keypti Stefán Loga Magnússon af KR-ingum. Hann spilaði í þrjú ár með Odd Grenland áður en hann gekk í raðir Rosenborg fyrir tímabilið, en hann hefur staðið sig mjög vel. „Við erum með mjög sterkt lið en við vanmetum ekki KR. Við erum búnir að sjá þá spila og vitum hvað þeir geta,“ sagði Hólmar, sem fagnaði mikið fyrst þegar dregið var til annarrar umferðar. En svo stefndi allt í að Rosenborg væri á leið til Írlands í síðustu viku þegar KR var marki undir og manni færri. „Þeir spjöruðu sig og þá var mikið fagnað,“ sagði Hólmar Örn, en hann segir Rosenborg-liðið vera að spila mjög góðan fótbolta um þessar mundir. „Við spilum 4-3-3 mjög sókndjarft og sækjum mikið og hratt. Það er að ganga upp og ef við höldum svona áfram getur fátt stöðvað okkur á leiðinni að titlinum.“Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, í góðu skapi í Vesturbænum í gær við hliðina á Hólmari.vísir/valliLoksins í liði sem vinnur Hólmar Örn var á mála hjá Bochum í þýsku B-deildinni áður en hann kom til Rosenborg. Þar áður var hann hjá West Ham en spilaði aldrei leik fyrir aðalliðið. Eftir upp og niður gengi á ferlinum er hann í mjög góðri stöðu hjá Rosenborg. „Ég hef líklega aldrei notið mín betur. Ég er loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar. Það er virkilega gaman að vera hluti af svona liði og það er mikil jákvæðni í kringum það. Það er gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Hólmar. Aðspurður um landsliðsdrauma sagði miðvörðurinn hávaxni að hann langi til að komast í hópinn hjá Lars og Heimi. „Það er eitt mitt helsta markmið. Ég hef nokkrum sinnum verið í hópnum og þar vil ég vera fastamaður. Ég verð bara að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera til að komast þangað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.Kemur á hverju ári André Hansen, markvörður Rosenborg, er mikill Íslandsvinur. Hann hefur verið fastagestur hér á landi síðan hann spilaði níu leiki fyrir KR í Pepsi-deildinni 2009. „Ég eignaðist mjög góðan vinahóp sem sá vel um mig og því kem ég hérna nánast árlega. Þetta er gott land og hingað er gott að koma,“ sagði André Hansen við Fréttablaðið.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira