Pólitísk óvissa eykst í Grikklandi en markaðir hressast Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 11:39 Pólitísk framtíð Alexis Tsipras í óvissu eftir að tæplega þriðjungur þingmanna flokks hans greiddi atkvæði gegn lánapakka Evrópu í nótt. vísir/afp Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira