Luis Suarez: Ég varð bara að klobba David Luiz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2015 08:00 Luis Suarez fagnar öðru mark sinna í gær og David Luiz er svekktur fyrir aftan hann. Vísir/Getty Luis Suarez skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í gærkvöldi þegar liðið vann 3-1 útisigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Luis Suarez skoraði annað og þriðja mark Börsunga í leiknum og í bæði skiptin fór hann illa með brasilíska varnarmanninn David Luiz. „Framherji er alltaf að leitast eftir því að skora og þetta gekk tvisvar upp hjá mér," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég varð bara að klobba David Luiz því það var ekkert annað fyrir mig í stöðunni," sagði Suarez. Hann hefur spilað margoft á móti David Luiz áður enda mættust þeir í ensku úrvalsdeildinni þegar Suarez var með Liverpool og David Luiz spilaði með Chelsea. Luis Suarez hefur nú skorað 17 mörk fyrir Barcelona á tímabilinu þar af 11 mörk í síðustu 11 leikjum sínum. Það er hægt að sjá þessi skemmtilegu mörk Luis Suarez hér fyrir neðan. Í fyrra markinu fékk Úrúgvæmaðurinn boltann út á kanti og byrjaði á því að klobba David Luiz um leið og hann stakk sér inn í teiginn. Suarez stóð síðan Maxwell af sér áður en hann skoraði. Í seinna markinu var David Luiz aftur illa staðsettur en núna fyrir framan teiginn. Suarez klobbaði hann um leið og hann stakk sér í gegn áður en hann afgreiddi boltann glæsilega upp í fjærhornið. Luis Suarez skoraði líka tvö mörk á útivelli í sigri Barcelona á Manchester City í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Hann hefur því heldur betur reynst liðinu vel í Meistaradeildinni. Barcelona á seinni leikinn á heimavelli og er í frábærri stöðu eftir sigurinn í gær. „Í fótbolta veist þú aldrei hvað gerist næst. Þeir hafa mikla hæfileika í sínu liði og við verðum að vera vakandi fyrir því að þetta er ekki búið. Seinni leikurinn verður góður leikur," sagði Barcelona-maðurinn kátur í leikslok.Fyrri mark og fyrri klobbi Luis Suarez Seinna mark og seinni klobbi Luis Suarez Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Luis Suarez skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í gærkvöldi þegar liðið vann 3-1 útisigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar. Luis Suarez skoraði annað og þriðja mark Börsunga í leiknum og í bæði skiptin fór hann illa með brasilíska varnarmanninn David Luiz. „Framherji er alltaf að leitast eftir því að skora og þetta gekk tvisvar upp hjá mér," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég varð bara að klobba David Luiz því það var ekkert annað fyrir mig í stöðunni," sagði Suarez. Hann hefur spilað margoft á móti David Luiz áður enda mættust þeir í ensku úrvalsdeildinni þegar Suarez var með Liverpool og David Luiz spilaði með Chelsea. Luis Suarez hefur nú skorað 17 mörk fyrir Barcelona á tímabilinu þar af 11 mörk í síðustu 11 leikjum sínum. Það er hægt að sjá þessi skemmtilegu mörk Luis Suarez hér fyrir neðan. Í fyrra markinu fékk Úrúgvæmaðurinn boltann út á kanti og byrjaði á því að klobba David Luiz um leið og hann stakk sér inn í teiginn. Suarez stóð síðan Maxwell af sér áður en hann skoraði. Í seinna markinu var David Luiz aftur illa staðsettur en núna fyrir framan teiginn. Suarez klobbaði hann um leið og hann stakk sér í gegn áður en hann afgreiddi boltann glæsilega upp í fjærhornið. Luis Suarez skoraði líka tvö mörk á útivelli í sigri Barcelona á Manchester City í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Hann hefur því heldur betur reynst liðinu vel í Meistaradeildinni. Barcelona á seinni leikinn á heimavelli og er í frábærri stöðu eftir sigurinn í gær. „Í fótbolta veist þú aldrei hvað gerist næst. Þeir hafa mikla hæfileika í sínu liði og við verðum að vera vakandi fyrir því að þetta er ekki búið. Seinni leikurinn verður góður leikur," sagði Barcelona-maðurinn kátur í leikslok.Fyrri mark og fyrri klobbi Luis Suarez Seinna mark og seinni klobbi Luis Suarez
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira