Erlent

Játaði að hafa brotist inn í tölvupóst kvenna, stolið nektarmyndum og selt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Evans starfaði við að dreifa myndum af konum þar sem þær eru naktar.
Evans starfaði við að dreifa myndum af konum þar sem þær eru naktar. Vísir/Getty
Tuttugu og sex ára gamall Bandaríkjamaður játaði á miðvikudag að hafa gert það að atvinnu sinni að brjótast inn í tölvupóst kvenna, finna nektarmyndir af þeim og selja. Hann á yfir höfði sér sjö ára fangelsi.

Charlie Evans var ráðinn árið 2013 af manni sem heitir Hunter Moore en er kallaður konungur hefndarklámsins til þess að stela nektarmyndum af konum. Moore greiddi Evans fyrir myndir og setti þær svo á síðu sína sem nú hefur verið aftengd. Moore hafði samband við Evans eftir að sá síðarnefndi hakkaði sig inn í tölvu hans. Evans þekkti ekki Moore á þeim tíma en Moore bauðst til þess að borga honum ef hann hakkaði sig inn í tölvur fyrir hann. Evans samþykkti og fékk greidda fimmhundruð til þúsund dollara á viku fyrir starfann. Það eru um sjötíuþúsund til hundrað og þrjátíuþúsund íslenskar krónur.

Handtaka og játning Evans er hluti af baráttunni gegn hefndarklámi en birting nektarmynda í leyfisleysi hefur færst í aukana á síðastliðnum árum. Konur hér á landi hafa lent í slíkum myndbirtingum og lagði Björt framtíð fram frumvarp í desember síðastliðnum þar sem hefndarklám er gert refsivert.  

Hér að neðan má sjá viðtal við Evans þar sem hann útskýrir af hverju hann gerði það sem hann gerði og hvernig það var að lifa daglegu lífi eftir að hafa brotið á svo mörgum konum.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi kærasti dæmdur í sextíu daga fangelsi

Fyrrverandi kærasti Katrínar Lilju Sigurjónsdóttur birti nektarmyndir af henni eftir að þau hættu saman. Hún kærði myndbirtinguna til lögreglu og sótti sér sálræna aðstoð til Stígamóta. Fyrrverandi kæras
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.