Erlent

Dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að reka hefndarklámsíðu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Um er að ræða fyrstu sakfellinguna vegna hefndarkláms í Bandaríkjunum.
Um er að ræða fyrstu sakfellinguna vegna hefndarkláms í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Images
Kevin Bollaert hefur verið dæmdur í átján ára fangelsi fyrir að starfrækja hefndarklámssíðu. Síðan var starfrækt í þrjú ár, frá 2010 og  2013, en um tíu þúsund myndir voru birtar á síðunni í óþökk þeirra sem á þeim voru. Síðan var rekin undir nafninu yougotposted.com.

Þetta er fyrsta sakfellingin vegna hefndarkláms í Bandaríkjunum. Tekjur af síðunni komu meðal annars frá fórnarlömbum en Bollaert krafðist 350 dollar greiðslu, jafnvirði tæplega 48 þúsund króna, fyrir að fjarlægja myndir af síðunni.

Dómstóll í Kaliforníu dæmdi Bollaert fyrir kennisstuld og fjárkúgun. Hámarksrefsing fyrir brotin eru tuttugu ár, að því er segir í umfjöllun Engadget um málið. Þá þarf hann að greiða 10 þúsund dollara, jafnvirði 1,4 milljóna króna, í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×