Árás á litla framhaldsskóla úti á landi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Þingmenn Norðausturkjördæmis segja mikinn niðurskurð í fjárframlögum til framhaldsskóla í kjördæminu. Fréttablaðið/Ernir Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira