Árás á litla framhaldsskóla úti á landi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Þingmenn Norðausturkjördæmis segja mikinn niðurskurð í fjárframlögum til framhaldsskóla í kjördæminu. Fréttablaðið/Ernir Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla.
Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira