„Vinna þeirra hefur fært smásjár inn í nanóvíddina,“ segir í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni.
Betzig og Moerner eru frá Bandaríkjunum og Stefan Hell er þýskur. Fyrir tveimur árum sagði Hell í viðtali að þrímenningarnir væru nálægt því að gefast upp á tilraunum sínum, þar sem þeim hefði ekki gengið vel að sannreyna kenningu sína. Þeir gáfust þó ekki upp tókst á endanum ætlunarverk sitt
Vinna þeirra gerir vísindamönnum kleyft að fylgjast með sérstökum sameindum innan fruma í rauntíma.
Á morgun verður tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin fyrir bókmenntir og sá sem fær friðarverðlaun Nóbels verður kynntur á föstudaginn. Viðtakandi verðlaunanna fyrir hagfræði verður kynntur á mánudaginn.
Verðlaunin verða svo afhent í desember.