Innlent

Áfram sama póstdreifing á Raufarhöfn og Kópaskeri

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Raufarhöfn.
Raufarhöfn. Fréttablaðið/Pjetur
Vegna fréttar síðastliðinn laugardag um breytingar á þjónustu Íslandspósts í dreifbýli skal tekið fram að þjónusta fyrirtækisins á Kópaskeri og Raufarhöfn verður ekki skert. Hins vegar gæti dregið úr tíðni póstdreifingar á bæjum þar í kring um þorpin.

Það sama á einnig við um dreifbýli í nágrenni við Bolungavík, Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog. Íslandspóstur hefur boðað fækkun póstdreifingardaga í kring um alla þessa staði.

Eins og áður kom fram hefur bæjarráð Norðurþings alfarið lagst gegn þessum áformum a sínu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×