Innlent

Beit í rass lögreglumanns í Austurstræti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Konunni er gefið að sök að hafa bitið og sparkað í lögreglumann í Reykjavík í nóvember 2013.
Konunni er gefið að sök að hafa bitið og sparkað í lögreglumann í Reykjavík í nóvember 2013. vísir/getty
Rúmlega tvítug kona hefur verið ákærð fyrir að hafa veist að lögreglumanni í nóvember á síðasta ári.

Ríkissaksóknari höfðar málið á hendur konunni en henni er gefið að sök að hafa bitið í vinstri rasskinn lögreglumanns fyrir utan verslun 10/11 í Austurstræti. Konan var í kjölfarið færð á lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík þar sem hún sparkaði í hægri fót sama lögreglumanns.

Maðurinn hlaut blæðingu á rasskinn og mar og roða á hægri sköflungi.

Krafist er að konan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×