Flutningar með hvalkjöt: Ekkert gefið upp um hvort gripið verði til aðgerða Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 20:00 Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel. Máritíus Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel.
Máritíus Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira