Greenpeace mun fylgjast með Ölmu alla leið til Japan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2014 15:37 Skipið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. vísir/daníel Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira