Greenpeace mun fylgjast með Ölmu alla leið til Japan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2014 15:37 Skipið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. vísir/daníel Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“ Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira