Lekamálið: Hefur rökstuddan grun um hver lak minnisblaðinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júní 2014 14:07 Minnisblaðið var trúnaðarskjal ætlað starfsmönnum innanríkisráðuneytisins einvörðungu. Mynd/Pjetur Lögregla hefur rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi lekið minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos í fjölmiðla. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem féll á mánudag. Dómurinn hafnar því að fréttastjóra mbl.is verði gert að gefa upp heimildarmann sinn eins og Vísir greindi frá í dag. Í dóminum kemur einnig fram að tiltekinn starfsmaður ráðuneytisins hafi átt símasamskipti við fjölmiðla skömmu áður en fréttir birtust um minnisblaðið og breytt skjalinu sem lekið var. Gat starfsmaðurinn ekki útskýrt hvers vegna símtöl við fjölmiðla eiga sér stað á sama tíma og hann vann í því. Eins árs fangelsisrefsing er lögð við því að greina frá upplýsingum sem opinber starfsmaður fær í starfi sínu og eiga að fara leynt. Hafi brotið verið framið í ávinningskyni getur refsing orðið allt að þrjú ár en kveðið er á um regluna í 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Minnisblaðið sem um ræðir var tekið saman af lögfræðingi í ráðuneytinu 19. nóvember 2013, en fréttir um málið birtust að morgni dags þann 20. nóvember. Minnisblaðið var tekið saman að beiðni skrifstofustjóra vegna mótmæla sem halda átti fyrir utan ráðuneytið í kjölfar umfjöllunar um afgreiðslu þess á máli hælisleitandans Tony Omos. En vísa átti honum úr landi. Minnisblaðið var vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins, þeir sem höfðu vitneskju um það og hvað stóð á því voru skrifstofustjóri, lögfræðingurinn sem tók það saman, ráðuneytisstjóri, ráðherra, tveir aðstoðarmenn auk tveggja lögfræðinga sem lásu það yfir. Rannsókn lögreglu benti til þess að ólíklegt væri að það hefði verið sent frá ráðuneytinu með tölvupósti. Lekamálið Tengdar fréttir Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21 Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36 Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Lögregla hefur rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi lekið minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos í fjölmiðla. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem féll á mánudag. Dómurinn hafnar því að fréttastjóra mbl.is verði gert að gefa upp heimildarmann sinn eins og Vísir greindi frá í dag. Í dóminum kemur einnig fram að tiltekinn starfsmaður ráðuneytisins hafi átt símasamskipti við fjölmiðla skömmu áður en fréttir birtust um minnisblaðið og breytt skjalinu sem lekið var. Gat starfsmaðurinn ekki útskýrt hvers vegna símtöl við fjölmiðla eiga sér stað á sama tíma og hann vann í því. Eins árs fangelsisrefsing er lögð við því að greina frá upplýsingum sem opinber starfsmaður fær í starfi sínu og eiga að fara leynt. Hafi brotið verið framið í ávinningskyni getur refsing orðið allt að þrjú ár en kveðið er á um regluna í 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Minnisblaðið sem um ræðir var tekið saman af lögfræðingi í ráðuneytinu 19. nóvember 2013, en fréttir um málið birtust að morgni dags þann 20. nóvember. Minnisblaðið var tekið saman að beiðni skrifstofustjóra vegna mótmæla sem halda átti fyrir utan ráðuneytið í kjölfar umfjöllunar um afgreiðslu þess á máli hælisleitandans Tony Omos. En vísa átti honum úr landi. Minnisblaðið var vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins, þeir sem höfðu vitneskju um það og hvað stóð á því voru skrifstofustjóri, lögfræðingurinn sem tók það saman, ráðuneytisstjóri, ráðherra, tveir aðstoðarmenn auk tveggja lögfræðinga sem lásu það yfir. Rannsókn lögreglu benti til þess að ólíklegt væri að það hefði verið sent frá ráðuneytinu með tölvupósti.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21 Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36 Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43
Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39
Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21
Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36
Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26