Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2014 12:10 Mats Hummels fagnar marki sínu. Vísir/Getty Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. Miðvörðurinn Mats Hummels kom aftur inn í lið Þjóðverja eftir veikindi og hann skoraði eina mark leiksins strax á þrettándu mínútu. Þýskaland er fyrsta þjóðin í sögu HM sem kemst í undanúrslit á fjórum HM í röð en þar munu Þjóðverjar mæta annaðhvort Brasilíu eða Kólumbíu sem mætast seinna í kvöld. Leikurinn byrjaði vel og fyrri hálfleikurinn var fjörugur. Þjóðverjar voru meira með boltann en Frakkar ógnuðu helst í hröðum sóknum. Þjóðverjar komust í bílstjórasætið þegar Mats Hummels skallaði boltann í mark Frakka á 13. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu Toni Kroos. Frakkar höfðu gert sig líklega í nokkrum góðum sóknum á upphafsmínútunum en voru nú komnir í erfiða stöðu - undir á móti þýsku vélinni. Þjóðverjar voru með ágæt tök á leiknum en sluppu samt með skrekkinn undir lok hálfleiksins þegar Manuel Neuer varði mjög vel frá Mathieu Valbuena og Karim Benzema tókst að skora úr frákastinu. Benzema var líflegur á lokamínútum hálfleiksins en Þjóðverjar voru enn 1-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en tókst ekki að skapa sér nógu góð færi þrátt fyrir nokkrar vænlegar sóknir. Leikskipulag Þjóðverja gekk upp og þeir héldu lengstum niðri öllu miðjuspili franska liðsins. Þjóðverjar fengu síðan nokkur fín færi til að gera út um leikinn ekki síst á lokakaflanum þegar franska liðið fjölgaði mönnum í sókninni. Karim Benzema fékk ágætt færi í uppbótartíma en Manuel Neuer varði frá honum og Þjóðverjar fögnuðu skömmu síðar sæti í undanúrslitunum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. Miðvörðurinn Mats Hummels kom aftur inn í lið Þjóðverja eftir veikindi og hann skoraði eina mark leiksins strax á þrettándu mínútu. Þýskaland er fyrsta þjóðin í sögu HM sem kemst í undanúrslit á fjórum HM í röð en þar munu Þjóðverjar mæta annaðhvort Brasilíu eða Kólumbíu sem mætast seinna í kvöld. Leikurinn byrjaði vel og fyrri hálfleikurinn var fjörugur. Þjóðverjar voru meira með boltann en Frakkar ógnuðu helst í hröðum sóknum. Þjóðverjar komust í bílstjórasætið þegar Mats Hummels skallaði boltann í mark Frakka á 13. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu Toni Kroos. Frakkar höfðu gert sig líklega í nokkrum góðum sóknum á upphafsmínútunum en voru nú komnir í erfiða stöðu - undir á móti þýsku vélinni. Þjóðverjar voru með ágæt tök á leiknum en sluppu samt með skrekkinn undir lok hálfleiksins þegar Manuel Neuer varði mjög vel frá Mathieu Valbuena og Karim Benzema tókst að skora úr frákastinu. Benzema var líflegur á lokamínútum hálfleiksins en Þjóðverjar voru enn 1-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn vel en tókst ekki að skapa sér nógu góð færi þrátt fyrir nokkrar vænlegar sóknir. Leikskipulag Þjóðverja gekk upp og þeir héldu lengstum niðri öllu miðjuspili franska liðsins. Þjóðverjar fengu síðan nokkur fín færi til að gera út um leikinn ekki síst á lokakaflanum þegar franska liðið fjölgaði mönnum í sókninni. Karim Benzema fékk ágætt færi í uppbótartíma en Manuel Neuer varði frá honum og Þjóðverjar fögnuðu skömmu síðar sæti í undanúrslitunum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Sjá meira