Erlent

Kúluskítur birtist óvænt í Ástralíu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/7News report
Kúluskít í þúsundatali er nú að finna á Dee Why ströndinni nærri Sidney í Ástralíu. Kúluskíturinn birtist nær eins og þruma úr heiðskýru lofti en það að sjá kúluskít er afar sjaldgæf sjón því hingað til hefur hann einungis verið að finna við tvö stöðuvötn í heiminum – við Mývatn og Akanvatn í Japan. Þó er hann nánast uppurinn í Mývatni.

Kúluskítur er eitt af sérstæðustu fyrirbærum sem finnast í náttúrunni en um er að ræða fágætt, stóvaxið, kúlulaga vaxtarafbrigði af grænþörungategundinni Aegagropila linnaei. Kúlurnar eru grænar heilt í gegn og stafar hann af grænukornum sem nauðsynleg eru í starfsemi planta við ljóstillífun. Yfirleitt sölna grænir plöntuhlutar sem ekki njóta birtu, en það virðist ekki eiga við um kúluskítinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×