Innlent

Veita tólf milljónum til baráttunnar gegn ebólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Kristinn/AFP
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita 12 milljónum króna til baráttunnar gegn ebólu. Þær munu fara til Matvælaáætlunar SÞ og Barnahjálpar SÞ. Stofnanirnar veita hjálpargögn á svæðum þar sem veiran hefur brotist út og hafa umsjón með að tryggja vatns- og hreinlætisaðstöðu á neyðarsvæðum.

Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að útbreiðsla ebólu hafi aukist hratt frá því að faraldurinn braust út í Vestur-Afríku í mars og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna telji að faraldurinn ógni heimsfriði.

Nú þegar hafa um þrjú þúsund manns látist af völdum veirunnar í Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að fjöldi smitaðra muni þrefaldast á næstu tveimur mánuðum og verði um tuttugu þúsund í nóvember. Verði ekki gripið til róttækra aðgerða nú þegar fari þeim hratt fjölgandi.

Nú er mikil þörf á sérhæfðu starfsfólki, neyðarbirgðum, sjúkraflutningatækjum, matvælum, vatni og hreinlætisaðstöðu. Í tilkynningunni segir að mat samræmingarskrifstofu SÞ í mannúðarmálum og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sé að eina milljón bandaríkjadala þurfi frá alþjóðasamfélaginu til að geta sinnt brýnustu þörfum íbúa á svæðinu.


Tengdar fréttir

Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu.

Ebóla ógn við alþjóðlegt öryggi

Tala látinna fer sífellt hækkandi en frá því að veiran greindist fyrst í ársbyrjun hafa 2.630 orðið faraldrinum að bráð og 5.375 eru sýktir.

Baráttan gegn ebólu að tapast

Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×