Nýta ómannað loftfar til þess að telja seli Svavar Hávarðsson skrifar 29. september 2014 09:30 Stofn landsels er talinn vera um 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var 1980. fréttablaðið/vilhelm Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Sérfræðingar hafa brugðið á það ráð að nota ómannað loftfar við selatalningar. Reynist þessi aðferð vel er hugmyndin að nýta hana, ásamt hefðbundnum talningum úr flugvél, við stofnstærðarmælingar á sel í framtíðinni – ekki síst til þess að freista þess að draga úr kostnaði við talningarnar. Veiðimálastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti, en slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land, en ekki fékkst fjárveiting til slíkrar talningar í ár, og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast nú.Sandra M. Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun.Sandra Granquist, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, veitir verkefninu forystu. Hún segir að talningin muni þó gefa vísbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. „Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél, en í þetta skiptið gerum við tilraun til talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar. Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir. Reynist þetta vel má kannski draga úr kostnaði,“ segir Sandra og nefnir að styrkurinn sem fékkst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var aðeins um fjórðungur þess sem sótt var um. Sandra viðurkennir að það sé gremjulegt að geta ekki unnið stofnstærðarmatið árlega, eins og önnur Norðurlönd gera. „Það er í raun algjört lágmark að gera þetta árlega, og fara þrisvar sinnum yfir öll svæðin ef áreiðanleg mæling á að nást. Það eru margir þættir sem skipta máli.“ Við síðustu stofnstærðarmælingu árið 2011 var landselsstofninn talinn vera tæplega 12.000 dýr, eða þriðjungur þess sem hann var árið 1980. Stofn útsels var talinn 2012 og þá áætlaður vera rúmlega 4.000 dýr, en útsel hefur farið fækkandi síðan 2005. „Talningin 2011 sýndi að landselsstofninn hafði staðið í stað frá 2003, sem er jákvætt. En með útselinn lítur þetta alls ekki vel út. Þess vegna viljum við fá fjármagn til talninga, og ekki síður til þess að geta borið okkur saman við hin Norðurlöndin fræðilega séð. Þess vegna er það leiðinlegt að geta ekki haldið betur utan um þetta, eins og þar er gert,“ segir Sandra.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira