Ebólufaraldurinn sá banvænasti í sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júní 2014 21:37 VISIR/AFP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu ebóluvírussins í Afríku sem hún segir þann banvænasta í sögunni. Rúmlega 400 manns hafa látist í Vestur-Afríku vegna veirunnar á þessu ári en hennar varð fyrst var í Gíneu í mars. Hefur hún síðan þá náð að breiðast út til nærliggjandi landa, Líberíu og Sierra Leone og er allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu hennar. Til að mynda hefur verið lokað fyrir öll viðskipti til Sierra Leone frá Gíneu og Líberíu, skólum hefur verið lokað og öllum helstu almenningsstöðum. Á mánudag var búið að greina frá 635 tilfellum ebólu og hafa því rúmlega 60 prósent þeirra sem greindir hafa verið með veiruna á síðustu vikum og mánuðum látið lífið. Sökum útbreiðslu hennar og hás dánarhlutfalls hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagt þessa útbreiðslu Ebólu þá skaðlegustu í sögunn og hefur stofnunin boðað til fundar ellefu ríkja til að leita lausna á þeim vanda sem steðjar að ríkjum Vestur-Afríku. Fundurinn mun fara fram í Accra í Ghana 2. og 3. júlí næstkomandi. Stofnunin sendi 150 sérfræðinga á sviði faraldsfræði til svæðanna í upphafi þessa árs en allt hefur komið fyrir ekki, ebólutilfellum hefur fjölgað mikið á síðustu vikum. Engin lækning er til við ebóluveirunni, en hún dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Tengdar fréttir Ebóla breiðist enn út Um 330 manns hafa látist í Vestur-Afríku á þessu ári af völdum e-bólu veiru. Sjúkdómurinn er sagður sá allra versti og skæðasti í sögunni. 21. júní 2014 22:48 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu ebóluvírussins í Afríku sem hún segir þann banvænasta í sögunni. Rúmlega 400 manns hafa látist í Vestur-Afríku vegna veirunnar á þessu ári en hennar varð fyrst var í Gíneu í mars. Hefur hún síðan þá náð að breiðast út til nærliggjandi landa, Líberíu og Sierra Leone og er allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu hennar. Til að mynda hefur verið lokað fyrir öll viðskipti til Sierra Leone frá Gíneu og Líberíu, skólum hefur verið lokað og öllum helstu almenningsstöðum. Á mánudag var búið að greina frá 635 tilfellum ebólu og hafa því rúmlega 60 prósent þeirra sem greindir hafa verið með veiruna á síðustu vikum og mánuðum látið lífið. Sökum útbreiðslu hennar og hás dánarhlutfalls hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagt þessa útbreiðslu Ebólu þá skaðlegustu í sögunn og hefur stofnunin boðað til fundar ellefu ríkja til að leita lausna á þeim vanda sem steðjar að ríkjum Vestur-Afríku. Fundurinn mun fara fram í Accra í Ghana 2. og 3. júlí næstkomandi. Stofnunin sendi 150 sérfræðinga á sviði faraldsfræði til svæðanna í upphafi þessa árs en allt hefur komið fyrir ekki, ebólutilfellum hefur fjölgað mikið á síðustu vikum. Engin lækning er til við ebóluveirunni, en hún dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans.
Tengdar fréttir Ebóla breiðist enn út Um 330 manns hafa látist í Vestur-Afríku á þessu ári af völdum e-bólu veiru. Sjúkdómurinn er sagður sá allra versti og skæðasti í sögunni. 21. júní 2014 22:48 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Ebóla breiðist enn út Um 330 manns hafa látist í Vestur-Afríku á þessu ári af völdum e-bólu veiru. Sjúkdómurinn er sagður sá allra versti og skæðasti í sögunni. 21. júní 2014 22:48
Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00