Verður markamet Meistaradeildarinnar slegið í vikunni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2014 06:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru frábærir á stóra sviðinu. Vísir/AFP Tveir bestu knattspyrnumenn heimsins, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa verið duglegir að slá hvers konar markamet á síðustu árum. Eitt þeirra meta sem gæti fallið á næstu vikum er markametið í Meistaradeild Evrópu. Það er sem stendur í eigu Raúl González, leikja- og markahæsta leikmanns í sögu Real Madrid, en hann skoraði 71 mark á árunum 1995-2011. Raúl skoraði 66 þessara marka fyrir Real Madrid og fimm fyrir Schalke 04. Ronaldo kemur næstur á markalistanum í Meistaradeildinni með 68 mörk; 15 þeirra skoraði hann fyrir Manchester United og 53 fyrir Real Madrid. Hann vantar því aðeins þrjú mörk til að ná manninum sem lék í treyju númer sjö hjá Real Madrid á undan honum. Markatölfræði Portúgalans með Real Madrid í Meistaradeildinni er lygileg, en Ronaldo þurfti aðeins 52 leiki til að ná þessum markafjölda. Hann er með öðrum orðum með meira en mark að meðaltali í leik með spænska stórliðinu í Meistaradeildinni. Ronaldo á einnig metið yfir flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, en hann skoraði 17 mörk þegar Real Madrid fór alla leið í fyrra. Lionel Messi er þriðji á listanum. Argentínumaðurinn hefur skorað 67 mörk fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, einu minna en Ronaldo og fjórum minna en Raúl. Messi er hins vegar með besta markameðaltalið af þessum þremur, en hann er með 0,77 mörk að meðaltali í leik gegn 0,5 hjá Raúl og 0,65 hjá Ronaldo. Ronaldo skoraði gegn Basel í fyrsta leik Real Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hann fær tækifæri til að bæta við þann fjölda þegar Evrópumeistararnir mæta Ludogorets frá Búlgaríu á morgun. Messi á talsvert erfiðara verkefni fyrir höndum, en Barcelona sækir Paris SG heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Flest mörk í Meistaradeild Evrópu: 71 mark - Raúl González 68 mörk - Cristiano Ronaldo 67 mörk - Lionel Messi 56 mörk - Ruud van Nistelrooy 50 mörk - Thierry Henry 48 mörk - Andriy Shevchenko 46 mörk - Filippo Inzaghi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
Tveir bestu knattspyrnumenn heimsins, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa verið duglegir að slá hvers konar markamet á síðustu árum. Eitt þeirra meta sem gæti fallið á næstu vikum er markametið í Meistaradeild Evrópu. Það er sem stendur í eigu Raúl González, leikja- og markahæsta leikmanns í sögu Real Madrid, en hann skoraði 71 mark á árunum 1995-2011. Raúl skoraði 66 þessara marka fyrir Real Madrid og fimm fyrir Schalke 04. Ronaldo kemur næstur á markalistanum í Meistaradeildinni með 68 mörk; 15 þeirra skoraði hann fyrir Manchester United og 53 fyrir Real Madrid. Hann vantar því aðeins þrjú mörk til að ná manninum sem lék í treyju númer sjö hjá Real Madrid á undan honum. Markatölfræði Portúgalans með Real Madrid í Meistaradeildinni er lygileg, en Ronaldo þurfti aðeins 52 leiki til að ná þessum markafjölda. Hann er með öðrum orðum með meira en mark að meðaltali í leik með spænska stórliðinu í Meistaradeildinni. Ronaldo á einnig metið yfir flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, en hann skoraði 17 mörk þegar Real Madrid fór alla leið í fyrra. Lionel Messi er þriðji á listanum. Argentínumaðurinn hefur skorað 67 mörk fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, einu minna en Ronaldo og fjórum minna en Raúl. Messi er hins vegar með besta markameðaltalið af þessum þremur, en hann er með 0,77 mörk að meðaltali í leik gegn 0,5 hjá Raúl og 0,65 hjá Ronaldo. Ronaldo skoraði gegn Basel í fyrsta leik Real Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hann fær tækifæri til að bæta við þann fjölda þegar Evrópumeistararnir mæta Ludogorets frá Búlgaríu á morgun. Messi á talsvert erfiðara verkefni fyrir höndum, en Barcelona sækir Paris SG heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Flest mörk í Meistaradeild Evrópu: 71 mark - Raúl González 68 mörk - Cristiano Ronaldo 67 mörk - Lionel Messi 56 mörk - Ruud van Nistelrooy 50 mörk - Thierry Henry 48 mörk - Andriy Shevchenko 46 mörk - Filippo Inzaghi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira