Argentínskir spekingar: Við höfum séð það besta frá Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2014 11:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi skoraði um síðustu helgi sitt 400. mark á atvinnumannaferlinum og þessi tala ætti að hækka verulega enda er argentínski knattspyrnusnillingurinn aðeins 27 ára gamall. Argentínskir knattspyrnuspekingar eru þó margir á því að Messi hafi þegar náð toppi ferilsins en enska blaðið FourFourTwo leitaði til manna sem hafa fylgst vel með Messi í gegnum tíðina. „Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin taka toll af okkur öllum og við sjáum Messi ekki á ofurhraða aftur. Hann hefur þegar spilað hundruð leikja á stóra sviðinu. Ég sé fyrir mér að Messi verði fljótlega meira að skapa fyrir aðra en að skora sjálfur," sagði Hernan Claus sem skrifar um argentínska landsliðið fyrir argentínska blaðið Olè. „Oftast gleymum við því að Messi er manneskja. Við búumst alltaf við því að hann geri hið ómögulega. Það sættir sig enginn við það að hann eigi lélega leiki og þegar það gerist þá tala fjölmiðlarnir um krísuástand. Við njótum þess að sjá hann spila en Messi er nú bara leikmaður sem skorar „bara“ 25 mörk á tímabili," sagði Federico Bassahun, ritstjóri hjá Don Julio tímaritinu.„Við munum aldrei sjá aftur Messi frá 2012. Zidane var ekki alltaf bestur í heimi og það var eins með þá Cruyff og Maradona. Í langan tíma var Messi bestur á vellinum í hverjum leik. Hann hefur barist svo hart við Cristiano Ronaldo og það er farið að taka sinn toll á skrokknum hans. Þrátt fyrir að hann sé bara um 70 prósent af gamla Messi þá er hann engu að síður frábær leikmaður," sagði Fernando Polo, blaðamaður á El Mundo Deportivo. Lionel Messi er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 6 fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmark Barcelona-liðsins í fyrsta Meistaradeildarleiknum. Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona heimsækir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD frá klukkan 18.45 í kvöld en á undan verður farið yfir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Lionel Messi skoraði um síðustu helgi sitt 400. mark á atvinnumannaferlinum og þessi tala ætti að hækka verulega enda er argentínski knattspyrnusnillingurinn aðeins 27 ára gamall. Argentínskir knattspyrnuspekingar eru þó margir á því að Messi hafi þegar náð toppi ferilsins en enska blaðið FourFourTwo leitaði til manna sem hafa fylgst vel með Messi í gegnum tíðina. „Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin taka toll af okkur öllum og við sjáum Messi ekki á ofurhraða aftur. Hann hefur þegar spilað hundruð leikja á stóra sviðinu. Ég sé fyrir mér að Messi verði fljótlega meira að skapa fyrir aðra en að skora sjálfur," sagði Hernan Claus sem skrifar um argentínska landsliðið fyrir argentínska blaðið Olè. „Oftast gleymum við því að Messi er manneskja. Við búumst alltaf við því að hann geri hið ómögulega. Það sættir sig enginn við það að hann eigi lélega leiki og þegar það gerist þá tala fjölmiðlarnir um krísuástand. Við njótum þess að sjá hann spila en Messi er nú bara leikmaður sem skorar „bara“ 25 mörk á tímabili," sagði Federico Bassahun, ritstjóri hjá Don Julio tímaritinu.„Við munum aldrei sjá aftur Messi frá 2012. Zidane var ekki alltaf bestur í heimi og það var eins með þá Cruyff og Maradona. Í langan tíma var Messi bestur á vellinum í hverjum leik. Hann hefur barist svo hart við Cristiano Ronaldo og það er farið að taka sinn toll á skrokknum hans. Þrátt fyrir að hann sé bara um 70 prósent af gamla Messi þá er hann engu að síður frábær leikmaður," sagði Fernando Polo, blaðamaður á El Mundo Deportivo. Lionel Messi er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 6 fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmark Barcelona-liðsins í fyrsta Meistaradeildarleiknum. Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona heimsækir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD frá klukkan 18.45 í kvöld en á undan verður farið yfir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira