Argentínskir spekingar: Við höfum séð það besta frá Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2014 11:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi skoraði um síðustu helgi sitt 400. mark á atvinnumannaferlinum og þessi tala ætti að hækka verulega enda er argentínski knattspyrnusnillingurinn aðeins 27 ára gamall. Argentínskir knattspyrnuspekingar eru þó margir á því að Messi hafi þegar náð toppi ferilsins en enska blaðið FourFourTwo leitaði til manna sem hafa fylgst vel með Messi í gegnum tíðina. „Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin taka toll af okkur öllum og við sjáum Messi ekki á ofurhraða aftur. Hann hefur þegar spilað hundruð leikja á stóra sviðinu. Ég sé fyrir mér að Messi verði fljótlega meira að skapa fyrir aðra en að skora sjálfur," sagði Hernan Claus sem skrifar um argentínska landsliðið fyrir argentínska blaðið Olè. „Oftast gleymum við því að Messi er manneskja. Við búumst alltaf við því að hann geri hið ómögulega. Það sættir sig enginn við það að hann eigi lélega leiki og þegar það gerist þá tala fjölmiðlarnir um krísuástand. Við njótum þess að sjá hann spila en Messi er nú bara leikmaður sem skorar „bara“ 25 mörk á tímabili," sagði Federico Bassahun, ritstjóri hjá Don Julio tímaritinu.„Við munum aldrei sjá aftur Messi frá 2012. Zidane var ekki alltaf bestur í heimi og það var eins með þá Cruyff og Maradona. Í langan tíma var Messi bestur á vellinum í hverjum leik. Hann hefur barist svo hart við Cristiano Ronaldo og það er farið að taka sinn toll á skrokknum hans. Þrátt fyrir að hann sé bara um 70 prósent af gamla Messi þá er hann engu að síður frábær leikmaður," sagði Fernando Polo, blaðamaður á El Mundo Deportivo. Lionel Messi er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 6 fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmark Barcelona-liðsins í fyrsta Meistaradeildarleiknum. Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona heimsækir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD frá klukkan 18.45 í kvöld en á undan verður farið yfir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Lionel Messi skoraði um síðustu helgi sitt 400. mark á atvinnumannaferlinum og þessi tala ætti að hækka verulega enda er argentínski knattspyrnusnillingurinn aðeins 27 ára gamall. Argentínskir knattspyrnuspekingar eru þó margir á því að Messi hafi þegar náð toppi ferilsins en enska blaðið FourFourTwo leitaði til manna sem hafa fylgst vel með Messi í gegnum tíðina. „Ég tel að við höfum séð það besta frá Messi. Árin taka toll af okkur öllum og við sjáum Messi ekki á ofurhraða aftur. Hann hefur þegar spilað hundruð leikja á stóra sviðinu. Ég sé fyrir mér að Messi verði fljótlega meira að skapa fyrir aðra en að skora sjálfur," sagði Hernan Claus sem skrifar um argentínska landsliðið fyrir argentínska blaðið Olè. „Oftast gleymum við því að Messi er manneskja. Við búumst alltaf við því að hann geri hið ómögulega. Það sættir sig enginn við það að hann eigi lélega leiki og þegar það gerist þá tala fjölmiðlarnir um krísuástand. Við njótum þess að sjá hann spila en Messi er nú bara leikmaður sem skorar „bara“ 25 mörk á tímabili," sagði Federico Bassahun, ritstjóri hjá Don Julio tímaritinu.„Við munum aldrei sjá aftur Messi frá 2012. Zidane var ekki alltaf bestur í heimi og það var eins með þá Cruyff og Maradona. Í langan tíma var Messi bestur á vellinum í hverjum leik. Hann hefur barist svo hart við Cristiano Ronaldo og það er farið að taka sinn toll á skrokknum hans. Þrátt fyrir að hann sé bara um 70 prósent af gamla Messi þá er hann engu að síður frábær leikmaður," sagði Fernando Polo, blaðamaður á El Mundo Deportivo. Lionel Messi er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 6 fyrstu leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni og lagði upp sigurmark Barcelona-liðsins í fyrsta Meistaradeildarleiknum. Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona heimsækir Paris Saint Germain í Meistaradeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD frá klukkan 18.45 í kvöld en á undan verður farið yfir leiki kvöldsins í upphitunarþætti Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira