Erlent

Hundruð föst neðanjarðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Neyðarástand. Sjúkraliðar og aðstandendur við inngang að námunni seint í gær.
Neyðarástand. Sjúkraliðar og aðstandendur við inngang að námunni seint í gær. Fréttablaðið/AP
Nú er ljóst að tvöhundruð og tíu námaverkamenn hið minnsta eru látnir og um áttatíu slasaðir eftir sprengingu sem varð í kolanámu í vesturhluta Tyrklands í gær.

Orkumálaráðherra landsins segir að um 780 manns hafi verið inni í námunni þegar sprengingin varð en svo virðist sem sprengingin hafi orðið þegar bilun kom upp í rafkerfi. Björgunarmenn hafa verið að störfum í alla nótt en mörg hundruð verkamenn eru enn lokaðir inni í námunni. Flestir hinna látnu köfnuðu þegar súrefni rann til þurrðar og segir ráðherrann að nú sé verið að dæla því niður í námuna til þess að freista þess að halda lífi í þeim sem enn eru lokaðir inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×