Enski boltinn

Úrvalslið Martins Keown | Enginn Terry

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Costa er í liðinu.
Diego Costa er í liðinu. vísir/getty
Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi knattspyrnusérfræðingur, hefur valið lið tímabilsins til þessa í enska boltanum fyrir Daily Mail, þar sem hann starfar sem pistlahöfundur.

Topplið Chelsea á flesta leikmenn í liði Keowns, eða fimm talsins. Athygli vekur að fyrirliði Chelsea, John Terry, er ekki í liðinu, en félagi hans í miðri vörn Lundúnaliðsins, Gary Cahill, hlaut náð fyrir augum Keowns.

Þrír enskir landsliðsmenn eru í liðinu, allt varnarmenn; áðurnefndur Cahill, Nathaniel Clyne frá Southampton og Everton-maðurinn Leighton Baines.

Úrvalslið Keowns má sjá hér að neðan:

Markvörður: David de Gea (Manchester United)

Hægri bakvörður: Nathaniel Clyne (Southampton)

Miðvörður: Gary Cahill (Chelsea)

Miðvörður: Vincent Kompany (Manchester City)

Vinstri bakvörður: Leighton Baines (Everton)

Hægri kantmaður: Eden Hazard (Chelsea)

Miðjumaður: Cesc Fabregas (Chelsea)

Miðjumaður: Nemanja Matic (Chelsea)

Vinstri kantmaður: Alexis Sanchez (Arsenal)

Framherji: Sergio Aguero (Man City)

Framherji: Diego Costa (Chelsea)

Þjálfari: Jose Mourinho (Chelsea)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×