Erlent

Myndband: Sigldu á báta Grænfriðunga

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Arctic Sunrise
Arctic Sunrise Vísir/afp
Meðlimir Grænfriðunga hafa á undanförnum dögum mótmælt fyrirhugaðri olíuleit spænska fyrirtækisins Repsol við Kanaríeyjar.

Skip samtakanna, Arctic Sunrise, er komið á flot á nýjan leik en Rússar héldu skipinu í gíslingu í tæpt ár eftir mótmæli gegn rússneska risanum Gazprom. Að auki voru á þriðja tug meðlima ákærðir fyrir þátt sinn í mótmælunum.

Þegar skip Repsol hugðist hefja olíuleit hafði Arctic Sunrise komið sér fyrir á leitarsvæðinu Kanaríeyjar og neitaði að yfirgefa það. Nokkrir mótmælendur fóru síðan á minni bátum að leitarskipum við lítinn fögnuð spænskra yfirvalda.

Til að stöðva mótmælin brugðu menn á það ráð að sigla á bát Grænfriðunga ítrekað. Endaði það svo að 23 ára gömul ítölsk kona fótbrotnaði og féll útbyrðis. Var hún flutt með þyrlu á spítala.

Grænfriðungar hafa gefið út að þeir muni halda áfram mótmælaaðgerðum. Myndband af atgangnum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×