Innlent

Þúsund skip og bátar á miðunum

Gissur Sigurðsson skrifar
Af þessum fjölda skiptu strandveiðibátar mörgum hundruðum og var sóknin einkum mikil á Vestfjarðamiðum.
Af þessum fjölda skiptu strandveiðibátar mörgum hundruðum og var sóknin einkum mikil á Vestfjarðamiðum. visir/gva
998 skip og bátar voru á fiskimiðunum umhverfis landið í gær sem er mesti fjöldi það sem af er þessu ári og með því mesta sem nokkurn tímann hefur orðið.

Af þessum fjölda skiptu strandveiðibátar mörgum hundruðum og var sóknin einkum mikil á Vestfjarðamiðum. Þar var um tíma urmull skipa og báta. Bilun varð í nokkrum bátum og þurftu þeir að láta draga sig til lands, en hvergi þurfti að kalla út björgunarskip til að koma bátum til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×