Erlent

Móðgaðir Kóreumenn prófa eldflaugar

Jakob Bjarnar skrifar
Kim Jong Un, herforingjar hans og marskálkar í Sólarhöllinni í morgun.
Kim Jong Un, herforingjar hans og marskálkar í Sólarhöllinni í morgun. ap
Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið tveimur meðaldrægum eldflaugum á haf út í morgun. Talsmenn Suður-Kóreumenn greina frá þessu og að þetta sé fjórða tilraun þeirra nú á innan við hálfs mánaðar tímabili. Þessar tilraunir koma í kjölfar opinberrar heimsóknar forseta Kína til Suður-Kóreu en Norður-Kóreumenn lítu á þá heimsókn sem móðgun við sig.

Í dag birtist svo leiðtoginn Kim Jong Un almenningi þar sem hann fór ásamt vörðum og fylgdarliði til að heimsækja Kumsusan sólarhöllina, en nú eru tuttugu ár síðan fyrsti leiðtoginn, Kim Il Sung, lést. Svo virðist sem Kim Jong Un hafi meitt sig á fæti en á vídeómyndum sem borist hafa um heimsbyggðina má sjá að leiðtoginn er haltur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×