Útlendingar borga meira fyrir innanlandsflug Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2014 13:38 Skjáskot af íslenskuhluta vefsíðunnar. Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira