Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sendir frá sér yfirlýsingu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. júlí 2014 18:59 Andri var í skemmtigarðinum Terra Mítica. Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést í rússíbanaslysi í skemmtigarðinum Terra Mítica, þann 7. júlí, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Í henni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. Norskur læknir var einnig í tækinu og hann veitti fyrstu hjálp ásamt starfsfólki garðsins. Í garðinum var ekki sjúkrabíll til staðar og þurfti að bíða eftir honum í um 20-25 mínútur. Andri lést svo í sjúkrabílnum. Fjölskyldan hvetur fjölmiðla að vanda fréttaflutning sinn frá málinu. Yfirlýsingin í heild sinni er svo:Við, foreldrar og stjúpforeldrar Andra Freys, viljum senda frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu um þetta hörmulega slys sem varð í skemmtigarðinum Terra Mítica þann 7. júlí sl. Með þessarri yfirlýsingu viljum við biðja fréttamenn um að virða erfiðar aðstæður okkar og hætta að flytja óstaðfestar fréttir af málinu og þannig fara oftar en ekki með rangt mál.Upphaflega ætlaði fjölskyldan að dvelja á Spáni í 28 daga. Á sjöunda degi var farið í skemmtigarðinn Terra Mítica rétt hjá Benidorm og var öll fjölskyldan búin að eyða deginum í garðinum. Slysið varð í rússíbananum „Inferno“ en Andri Freyr sat aftast í tækinu ásamt vini sínum og yngri systur. Í lok ferðar, í ca. 15 metra hæð, gefa sig öll öryggistæki fyrir sætið og hann fellur úr tækinu. Í tækinu var norskur læknir og veitti hann fyrstu hjálp ásamt starfsfólki garðsins. Í garðinum var ekki sjúkrabíll til staðar og þurfti að bíða eftir honum í um 20-25 mínútur. Þegar sjúkrabíllinn kom loks lést sonur okkar inn í honum, á meðan hann var enn inn á svæðinu og var Andri Freyr því aldrei fluttur á sjúkrahús.Börnin okkar öll sem voru með í ferðinni hafa nú verið flutt til Íslands til sinna foreldra til að fá aðstoð vegna þessa hræðilegu atburða sem þau urðu því miður vitni að. Faðir Andra Freys og stjúpmóðir urðu eftir í Torrevieja til að ganga frá málum og koma Andra Frey heim.Viljum við biðja fjölmiðla að gæta ykkar framvegis hvað og hvernig fréttir ykkar eru settar fram í fjölmiðlum ykkar því það hjálpar ekki syskinum og öðrum aðstandendum að lesa fréttir sem byggjast ekki á sannleikanum. Að lokum vilja fjölskyldurnar fá að koma þakklæti til allra sem hafa sýnt okkur samhug vegna þessa hræðilegu atburða og þeirra sem hafa greitt götu okkar, þó sér í lagi Skúla Mogensen, starfsfólki Wowair og Sveini Arnari Nikulásarsyni fulltrúa hjá félagi húseigenda á Spáni. Tengdar fréttir Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43 Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ "Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram," segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Benidorm um rússíbanann sem íslenskur piltur féll úr í gær. Undirréttur í umdæminu hefur farið fram á opinbera rannsókn á slysinu 8. júlí 2014 11:57 Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Ekki um mannleg mistök að ræða Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum. 9. júlí 2014 10:39 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést í rússíbanaslysi í skemmtigarðinum Terra Mítica, þann 7. júlí, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Í henni kemur fram að Andri hafi setið aftast í rússíbananum Inferno þegar öll öryggistæki hafi gefið sig. Andri var með vini sínum og yngri systur í tækinu. Norskur læknir var einnig í tækinu og hann veitti fyrstu hjálp ásamt starfsfólki garðsins. Í garðinum var ekki sjúkrabíll til staðar og þurfti að bíða eftir honum í um 20-25 mínútur. Andri lést svo í sjúkrabílnum. Fjölskyldan hvetur fjölmiðla að vanda fréttaflutning sinn frá málinu. Yfirlýsingin í heild sinni er svo:Við, foreldrar og stjúpforeldrar Andra Freys, viljum senda frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu um þetta hörmulega slys sem varð í skemmtigarðinum Terra Mítica þann 7. júlí sl. Með þessarri yfirlýsingu viljum við biðja fréttamenn um að virða erfiðar aðstæður okkar og hætta að flytja óstaðfestar fréttir af málinu og þannig fara oftar en ekki með rangt mál.Upphaflega ætlaði fjölskyldan að dvelja á Spáni í 28 daga. Á sjöunda degi var farið í skemmtigarðinn Terra Mítica rétt hjá Benidorm og var öll fjölskyldan búin að eyða deginum í garðinum. Slysið varð í rússíbananum „Inferno“ en Andri Freyr sat aftast í tækinu ásamt vini sínum og yngri systur. Í lok ferðar, í ca. 15 metra hæð, gefa sig öll öryggistæki fyrir sætið og hann fellur úr tækinu. Í tækinu var norskur læknir og veitti hann fyrstu hjálp ásamt starfsfólki garðsins. Í garðinum var ekki sjúkrabíll til staðar og þurfti að bíða eftir honum í um 20-25 mínútur. Þegar sjúkrabíllinn kom loks lést sonur okkar inn í honum, á meðan hann var enn inn á svæðinu og var Andri Freyr því aldrei fluttur á sjúkrahús.Börnin okkar öll sem voru með í ferðinni hafa nú verið flutt til Íslands til sinna foreldra til að fá aðstoð vegna þessa hræðilegu atburða sem þau urðu því miður vitni að. Faðir Andra Freys og stjúpmóðir urðu eftir í Torrevieja til að ganga frá málum og koma Andra Frey heim.Viljum við biðja fjölmiðla að gæta ykkar framvegis hvað og hvernig fréttir ykkar eru settar fram í fjölmiðlum ykkar því það hjálpar ekki syskinum og öðrum aðstandendum að lesa fréttir sem byggjast ekki á sannleikanum. Að lokum vilja fjölskyldurnar fá að koma þakklæti til allra sem hafa sýnt okkur samhug vegna þessa hræðilegu atburða og þeirra sem hafa greitt götu okkar, þó sér í lagi Skúla Mogensen, starfsfólki Wowair og Sveini Arnari Nikulásarsyni fulltrúa hjá félagi húseigenda á Spáni.
Tengdar fréttir Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43 Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ "Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram," segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Benidorm um rússíbanann sem íslenskur piltur féll úr í gær. Undirréttur í umdæminu hefur farið fram á opinbera rannsókn á slysinu 8. júlí 2014 11:57 Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Ekki um mannleg mistök að ræða Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum. 9. júlí 2014 10:39 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Segir vanda hafa komið upp í tækinu áður Aðsókn í skemmtigarðinn er engu minni en venjulega og eru öll tæki hans opin nema Inferno. 9. júlí 2014 11:43
Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ "Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram," segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar í Benidorm um rússíbanann sem íslenskur piltur féll úr í gær. Undirréttur í umdæminu hefur farið fram á opinbera rannsókn á slysinu 8. júlí 2014 11:57
Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28
Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14
Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53
Ekki um mannleg mistök að ræða Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum. 9. júlí 2014 10:39