Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ Kjartan Atli Kjartansson og Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. júlí 2014 11:57 Terra Mítica garðurinn í Benidorm hefur verið heimsóttur af fjölda Íslendinga. Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn. Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn.
Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28
Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14
Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53