Erlent

Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins

Atli Ísleifsson skrifar
Um ein og hálf milljón manna sækja skemmtigarðinn Gröna Lund í Stokkhólmi á ári hverju.
Um ein og hálf milljón manna sækja skemmtigarðinn Gröna Lund í Stokkhólmi á ári hverju. Vísir/AFP
Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið í kjölfar banaslyss gærdagsins þar sem átján ára Íslendingur féll úr sambærilegum rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica í spænska bænum Benidorm.



„Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Troselius segir að starfsmenn garðsins muni ræða við forsvarsmenn framleiðandans, Stengel Engineering, og komast nákvæmlega að því hvað fór úrskeiðis í slysinu hörmulega á Spáni.

 


Tengdar fréttir

Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur

Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×