Innlent

Lömb ekin niður í stórum stíl

Gissur Sigurðsson skrifar
Fjöldi lamba hefur orðið fyrir bíl að undanförnu.
Fjöldi lamba hefur orðið fyrir bíl að undanförnu. visir/pjetur
Ekið var á lamb á Þingvallavegi á móts við Kjórarskarðsafleggjara í gærkvöldi.

Ökumaður tilkynnti um slysið og beið hann á vettvangi þar til lögregla og eigandi lambsins komu á vettvang. Lambið reyndist svo mikið meitt, að það þurfti að aflífa það.

Að sögn Selfosslögreglunnar hefur verið ekið á mörg lömb á þessum slóðum að undanförnu, en oftar en ekki hafa ökumenn stungið af og skilið lömbin eftir hel særð á veginum. Lausaganga búfjár mun vera heimiluð á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×