Innlent

Hrækti í andlit og sparkaði í bringu lögregluþjóns

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Árásin átti sér stað í sumarbústað við Borgarnes
Árásin átti sér stað í sumarbústað við Borgarnes VISIR/PJETUR
Mál gegn 23 ára Mosfellingi sem gefið er að sök að hafa brotið gegn valdstjórninni var þingfest í dag í Héraðsdómi Vesturlands.

Maðurinn er sagður hafa veist gegn lögreglumanni í sumarbústað í Svignaskarði með því að sparka í bringu hans.

Hann er einnig ákærður fyrir að hafa hrækt skömmu síðar í andlit lögregluþjónsins þegar var verið að flytja hann í lögreglubíl úr sumarhúsinu í átt að Borgarnesi.

Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.

Maðurinn mætti ekki í dómssal í dag og hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×