Fótbolti

Aron búinn í aðgerðinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Instagram
Aron Jóhannsson, leikmaður AZ Alkmaar, gekkst í morgun undir aðgerð í Hollandi vegna ökklameiðsla.

Það lá fyrir fyrir nokkru síðan að Aron þyrfti að fara í aðgerðina en ákveðið var að bíða með hana þar til fram yfir HM í knattspyrnu, þar sem Aron var í eldlínunni með bandaríska landsliðinu.

Af þessum sökum verður Aron frá æfingum næstu vikurnar en hann birti meðfylgjandi mynd á Instagram-síðunni sinni í morgun.

„Aðgerðin búin! Þessi vél ætti að vera komin í gang eftir nokkra daga,“ skrifaði Aron við myndina.


Tengdar fréttir

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×