Fótbolti

Aron í aðgerð vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aron Jóhannsson fer á næstu dögum í aðgerð vegna meiðsla í ökkla en umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, staðfesti þetta við Vísi.

Aron er landsliðsmaður Bandaríkjanna sem féll úr leik á HM í Brasilíu í gær eftir 2-1 tap gegn Belgíu í 16-liða úrslitum.

Aron kom inn á sem varmaður í fyrsta leik sinna manna á mótinu, gegn Gana, en sat á bekknum eftir það.

Magnús Agnar sagði að ákveðið var fyrir keppnina að Aron skyldi fara í aðgerðina en hún mun fara fram í Hollandi. Þar er hann á mála hjá AZ Alkmaar.

Aron skrifaði á Twitter-síðu sína í vikunni af hann væri stoltur af afrekum liðsins síns á HM í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×