ÍA er fallið niður í fyrstu deild kvenna eftir stórtap gegn ÍBV á útivelli í dag, en lokatölur urðu 5-0.
Þórhildur Ólafsdóttir kom ÍBV yfir og Shaneka Gordon tvöfaldaði forystuna. Þannig var staðan í hálfleik.
Vesna Smiljkovic og Sóley Guðmundsdóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og Shaneka Gordon skoraði svo annað mark sitt og fimmta mark ÍBV sex mínútum fyrir leikslok.
Með þessum úrslitum á ÍA ekki tölfræðilegan möguleika á að bjarga sér, en ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig.

