Innlent

Smástirni þeytist fram hjá jörðu í nótt

Tölvuteiknað smástirni frá NASA.
Tölvuteiknað smástirni frá NASA. Vísir/AFP
Smástirnið Rc 2014, sem hefur fengið gælunafnið „Pitbull“, mun sneiða framhjá jörðinni í nótt. Pitbull er á stærð við meðal einbýlishús og mun fara framhjá jörðu í fjarlægð sem er um tíundi hluti af fjarlægðinni til tunglsins.

Stjörnuskoðunarmenn komu fyrst auga á smástirnið þann 31. ágúst, en gert er ráð fyrir að það muni fara aftur fram hjá jörðinni í framtíðinni.

Í febrúar í fyrra sprakk smástirni af svipaðri stærð yfir miðju Rússlandi svo um þúsund manns slösuðust. BBC segir NASA fylgjast með yfir ellefu þúsund smástirnum sem munu fara tiltölulega nærri jörðinni.

Ólíklegt er að smástirnið sjáist með berum augum en allir sem luma á sæmilegum stjörnukíki ættu að geta barið Pitbull augum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×