HSÍ fundar með Austurríkismönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2014 11:52 Einar Þorvarðarson mun funda með Austurríkismönnum í dag. mynd/samsett Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag. Rætt verður um ummælin sem Björn Bragi Arnarson, umsjónarmaður EM-stofunnar, lét falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í beinni útsendingu. Málið hefur dregið dilk á eftir sér og ratað í þýska og austurríska miðla. Björn hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælunum, bæði í beinni útsendingu á RÚV og í íslenskum miðlum. Einar Þorvarðarson sagði í samtali við fréttastofu RÚV að HSÍ harmi auðvitað þessi ummæli. Þeir ætli þó ekki að tjá sig neitt frekar um málið fyrr en eftir fundinn í dag. Hann segist hafa sett sig strax í samband við austurríska sambandið þegar fréttir bárust af ummælunum. Á fundinum í dag verði tekinn staða á málinu. Bjarni Guðmundsson, starfandi útvarpsstjóri, sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til austurríska handknattleikssambandinu fyrir hönd RÚV, þar kom fram að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Í tilkynningu frá austurríska handknattleiksambandinu til fréttastofu RÚV segir að von sé á sameiginlegri yfirlýsingu frá EHF, austurríska handknattleiksambandinu og því íslenska. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Einar að HSÍ vilji heyra hvernig Austurríkismenn hafa tekið ummælunum. Einar segir jafnframt að þeir hafi reynt að halda þessu máli fyrir utan íslenska hópinn sem mætir Makedóníumönnum klukkan þrjú í dag í öðrum leik milliriðilsins. Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag. Rætt verður um ummælin sem Björn Bragi Arnarson, umsjónarmaður EM-stofunnar, lét falla í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum,“ sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í beinni útsendingu. Málið hefur dregið dilk á eftir sér og ratað í þýska og austurríska miðla. Björn hefur ítrekað beðist afsökunar á ummælunum, bæði í beinni útsendingu á RÚV og í íslenskum miðlum. Einar Þorvarðarson sagði í samtali við fréttastofu RÚV að HSÍ harmi auðvitað þessi ummæli. Þeir ætli þó ekki að tjá sig neitt frekar um málið fyrr en eftir fundinn í dag. Hann segist hafa sett sig strax í samband við austurríska sambandið þegar fréttir bárust af ummælunum. Á fundinum í dag verði tekinn staða á málinu. Bjarni Guðmundsson, starfandi útvarpsstjóri, sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til austurríska handknattleikssambandinu fyrir hönd RÚV, þar kom fram að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Í tilkynningu frá austurríska handknattleiksambandinu til fréttastofu RÚV segir að von sé á sameiginlegri yfirlýsingu frá EHF, austurríska handknattleiksambandinu og því íslenska. Í samtali við fréttastofu RÚV segir Einar að HSÍ vilji heyra hvernig Austurríkismenn hafa tekið ummælunum. Einar segir jafnframt að þeir hafi reynt að halda þessu máli fyrir utan íslenska hópinn sem mætir Makedóníumönnum klukkan þrjú í dag í öðrum leik milliriðilsins.
Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27