Erlent

Ríkisstjórn Venesúela brýtur mótspyrnu á bak aftur

Mótmælandi í Caracas býður ríkisstjórn Maduro birginn.
Mótmælandi í Caracas býður ríkisstjórn Maduro birginn. Mynd/AFP
Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, nýtir sér hernaðar-, löggjafar- og dómsvald óspart í baráttunni við andstæðinga sína. ABC News segir frá.

Tveir pólitískir mótherjar Maduro eru nú á bak við lás og slá, en annar þeirra afplánar tíu mánaða fangelsisvist.

Borgarstjórar San Diego og San Cristobal dúsa nú í fangelsi, og áætlar Maduro að þeir deili fangaklefa skjótlega. Helsta sök borgarstjóranna er að sýna ríkisstjórn Maduro mótlæti.

Alríkislögreglunni var beitt í vikunni til þess að flæma burt mótmæli á Altamira-torgi í Caracas, höfuðborg Venesúela. Mótmæli landsmanna eru vegna hárrar verðbólgu, vöruskorts, hárrar glæpatíðni og umburðarleysis embættismanna.

Maduro er sagður taka eftir læriföður sínum, Hugo Chavez. Chavez var einnig þekktur fyrir að losa sig við andstæðinga sína, en þó aldrei svona marga á svo stuttum tíma.

Fjandmenn Maduro segjast ekki ætla að gefast upp, og heita nýjum mótmælagöngum.

„Hann og aðeins hann verður ábyrgur fyrir ástandinu sem breiðist út um landið,"sagði Henrique Capiles, landstjóri Miranda héraðs í Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×