Erlent

Fimm fundnir látnir á Mont Blanc

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir voru í sex manna hópi en enn er ekki vitað um þjóðerni mannanna.
Mennirnir voru í sex manna hópi en enn er ekki vitað um þjóðerni mannanna. Vísir/AFP
Lík fimm fjallgöngumanna sem saknað var hafa nú fundist á fjallinu Mont Blanc í austurhluta Frakklands. Mennirnir voru í sex manna hópi en tilkynning um að þeirra væri saknað barst í gær þegar slæmt veður var á þessum slóðum. Sjötta mannsins er enn leitað

Í frétt BBC segir að ekki sé vitað um þjóðerni mannanna á þessari stundi. Björgunarsveitir fundu líkin við Aiguille d'Argentiere, 3.900 metra háum tindi, en hæst nær Mont Blanc 4.810 metra yfir sjávarmál.

Nokkur fjöldi manna hefur látið lífið á Mont Blanc, hæsta tind Alpafjalla, síðustu vikurnar. Þannig létust tveir Belgar þann 2. ágúst, auk þess að sex létust milli 15. og 30. júlí, tveir Írar, tveir Finnar, Þjóðverji og Frakki. Þá vakti það hneykslun margra þegar bandarískur maður hugðist klífa tindinn níu ára syni og ellefu ára dóttur sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×