Enski boltinn

Aron Einar fyrirliði í sigri á Coventry

Aron Einar með fyrirliðabandið í leiknum í kvöld.
Aron Einar með fyrirliðabandið í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Aron Einar og félagar í Cardiff unnu nauman sigur á fyrrum félögum Arons í Coventry í enska deildarbikarnum í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri Cardiff.

Aron Einar lék með Coventry um þriggja ára skeið á árunum 2008-2011 áður en hann gekk til liðs við Cardiff.

Aron var fyrirliði Cardiff í kvöld og komst velska liðið í 2-0 snemma í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að Coventry hefði náð að klóra í bakkann þegar skammt var til leiksloka héldu leikmenn Cardiff þetta út og tryggðu sæti sitt í 2. umferð deildarbikarsins.

Aron sem fyrirliði fékk að sjá um tónlistina í rútunni fyrir leikinn og valdi hann íslenska tónlist eins og sjá má hér fyrir neðan.

Öll Íslendingaliðin komust áfram upp úr 1. umferð deildarbikarsins og verður Íslendingaslagur í 2. umferð þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar taka á móti Kára Árnasyni og félögum í Rotherham.

Leikir 2. umferðar deildabikarsins:

MK Dons - Manchester United

Swansea - Rotherham

Derby - Charlton

Port Vale - Cardiff  

Bradford - Leeds

Scunthorpe - Reading

Bournemouth - Northampton

Aston Villa - Leyton Orient

Gillingham - Newcastle

Stoke - Portsmouth

Birmingham - Sunderland

West Ham - Sheffield United

Burton - QPR

Leicester - Shrewsbury

Millwall - Southampton

West Brom - Oxford

Watford - Doncaster Rovers

Huddersfield - Nottingham Forest

Middlesbrough - Preston

Norwich - Crawley

Burnley - Sheffield Wednesday

Walsall - Crystal Palace

Brentford - Fulham

Crewe - Bolton

Swindon - Brighton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×