Kortafyrirtæki og bankar greiða 1.620 milljónir í sekt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2014 07:30 Sektargreiðslur kortafyrirtækja og banka á undanförnum árum nema vel á þriðja milljarð króna. visir/pjetur Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, auk greiðslukortafyrirtækjanna Valitors og Borgunar, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Samkvæmt sáttinni leggjast fyrirtækin í umfangsmiklar aðgerðir til að efla samkeppni. Að auki hafa þau fallist á að greiða samtals 1.620 milljónir í sekt. Brot fyrirtækjanna snúa að framkvæmd við ákvörðun milligjalda og við veitingu vildarpunkta á árunum 2007 til 2009. Sú háttsemi að Valitor og Borgun ákvæðu milligjald fyrir hönd bankanna þótti ganga gegn ákvæðum samkeppnislaga. Í sáttinni felst að hámark verður sett á milligjald auk þess sem Valitor og Borgun skilja á milli færslu- og útgáfuþjónustu. Að auki verður horfið frá því að viðskiptabankarnir eigi greiðslukortafyrirtækin í sameiningu, en það ferli er hafið nú þegar með sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækjunum.Jóhannes ingi kolbeinsson„Við komum inn á markaðinn árið 2002 og síðan þá hafa fyrirtækin reynt að bregða fyrir okkur fæti,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kvörtun fyrirtækisins leiðir til sáttar en sektargreiðslur áðurnefndra fyrirtækja í umræddum málum nema vel á þriðja milljarð króna. „Endurbæturnar sem sæst er á eru löngu tímabærar og ótrúlegt að ekki hafi verið lagst í þær fyrr. Vonandi verða þær til þess að við þurfum ekki að kvarta oftar,“ segir Jóhannes. Þá staðfestir hann að rekið sé skaðabótamál fyrir dómstólum vegna þess tjóns sem fyrirtæki hans hafi orðið fyrir. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu verður birt í upphafi næsta árs. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, auk greiðslukortafyrirtækjanna Valitors og Borgunar, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Samkvæmt sáttinni leggjast fyrirtækin í umfangsmiklar aðgerðir til að efla samkeppni. Að auki hafa þau fallist á að greiða samtals 1.620 milljónir í sekt. Brot fyrirtækjanna snúa að framkvæmd við ákvörðun milligjalda og við veitingu vildarpunkta á árunum 2007 til 2009. Sú háttsemi að Valitor og Borgun ákvæðu milligjald fyrir hönd bankanna þótti ganga gegn ákvæðum samkeppnislaga. Í sáttinni felst að hámark verður sett á milligjald auk þess sem Valitor og Borgun skilja á milli færslu- og útgáfuþjónustu. Að auki verður horfið frá því að viðskiptabankarnir eigi greiðslukortafyrirtækin í sameiningu, en það ferli er hafið nú þegar með sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækjunum.Jóhannes ingi kolbeinsson„Við komum inn á markaðinn árið 2002 og síðan þá hafa fyrirtækin reynt að bregða fyrir okkur fæti,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kvörtun fyrirtækisins leiðir til sáttar en sektargreiðslur áðurnefndra fyrirtækja í umræddum málum nema vel á þriðja milljarð króna. „Endurbæturnar sem sæst er á eru löngu tímabærar og ótrúlegt að ekki hafi verið lagst í þær fyrr. Vonandi verða þær til þess að við þurfum ekki að kvarta oftar,“ segir Jóhannes. Þá staðfestir hann að rekið sé skaðabótamál fyrir dómstólum vegna þess tjóns sem fyrirtæki hans hafi orðið fyrir. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu verður birt í upphafi næsta árs.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira