Harmur í Pakistan Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2014 08:00 Talibanahreyfingin í Pakistan hefur birt myndir af mönnunum sem myrtu 132 börn á þriðjudaginn. vísir/ap Bænastundir voru haldnar víða í skólum og öðrum stöðum í Pakistan í gær til að minnast nærri 150 manns, sem myrtir voru í skóla í Peshawar á þriðjudag. Flestir hinna látnu, alls 132, voru á barnsaldri. Mohammed Khurasani, talsmaður pakistönsku talibanahreyfingarinnar, sagði árásina réttlætanlega vegna þess að pakistanski herinn hefði um langa hríð drepið fjöldann allan af börnum og öðrum ættingjum liðsmanna hreyfingarinnar. Talibanahreyfingin í Afganistan fordæmir hins vegar árásina og segist hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Haft er eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni afganskra talibana, að árásin hafi verið „óíslömsk“. Árásin hófst á þriðjudagsmorgun með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu. Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi. Pakistanska talibanahreyfingin á rætur að rekja til andófsbaráttunnar gegn hernámi Sovétríkjanna í Afganistan. Fjöldi ungra manna hélt til nágrannalandsins Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni og fékk til þess stuðning meðal annars frá pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum. Margir þeirra gengu síðan til liðs við afgönsku talibanahreyfinguna, en aðrir héldu heim aftur. Eftir innrás Bandaríkjanna og NATO í Afganistan árið 2001 gripu þessir menn aftur til vopna, að þessu sinni til varnar afgönsku talibanahreyfingunni. Vegna stuðnings Pakistans við Bandaríkin og fjölþjóðalið NATO í Afganistan tóku þeir einnig að beina vopnum sínum gegn pakistanska ríkinu og pakistanska hernum. Árið 2007 sameinuðust pakistanskar talibanahreyfingar í eina heildarhreyfingu undir heitinu Tahreek-e-Taliban Pakistan. Leiðtogi þeirra nú nefnist Maulana Fazlullah. Talibanar, bæði afganskir og pakistanskir, koma einkum úr röðum pastúna, ættflokks sem býr beggja vegna landamæranna. Norðausturhluti Pakistans, meðfram landamærum Afganistans, er að mestu byggður pastúnum og þar er staða talibana sterkust. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Bænastundir voru haldnar víða í skólum og öðrum stöðum í Pakistan í gær til að minnast nærri 150 manns, sem myrtir voru í skóla í Peshawar á þriðjudag. Flestir hinna látnu, alls 132, voru á barnsaldri. Mohammed Khurasani, talsmaður pakistönsku talibanahreyfingarinnar, sagði árásina réttlætanlega vegna þess að pakistanski herinn hefði um langa hríð drepið fjöldann allan af börnum og öðrum ættingjum liðsmanna hreyfingarinnar. Talibanahreyfingin í Afganistan fordæmir hins vegar árásina og segist hafa sent ættingjum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Haft er eftir Zabihullah Mujahid, talsmanni afganskra talibana, að árásin hafi verið „óíslömsk“. Árásin hófst á þriðjudagsmorgun með því að sex vopnaðir menn, klæddir í herbúninga, réðust inn í skólann. Einum þeirra, klæddum sprengjuvesti, tókst að komast inn í sal skólans þar sem kennsla stóð yfir. Hann sprengdi sig þar í loft upp innan um fjölda námsmanna. Aðrir árásarmannanna skutu á fólk af handahófi en sumir tóku skólastjórann, um tuttugu kennara og 34 nemendur í gíslingu. Alls tókst fjórum árásarmannanna að sprengja sig í loft upp. Tveir þeirra, þeir sem héldu fólkinu í gíslingu, féllu í skotbardaga við pakistanska hermenn um átta klukkustundum eftir að árásin hófst. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi. Pakistanska talibanahreyfingin á rætur að rekja til andófsbaráttunnar gegn hernámi Sovétríkjanna í Afganistan. Fjöldi ungra manna hélt til nágrannalandsins Afganistans til þess að taka þátt í baráttunni og fékk til þess stuðning meðal annars frá pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum. Margir þeirra gengu síðan til liðs við afgönsku talibanahreyfinguna, en aðrir héldu heim aftur. Eftir innrás Bandaríkjanna og NATO í Afganistan árið 2001 gripu þessir menn aftur til vopna, að þessu sinni til varnar afgönsku talibanahreyfingunni. Vegna stuðnings Pakistans við Bandaríkin og fjölþjóðalið NATO í Afganistan tóku þeir einnig að beina vopnum sínum gegn pakistanska ríkinu og pakistanska hernum. Árið 2007 sameinuðust pakistanskar talibanahreyfingar í eina heildarhreyfingu undir heitinu Tahreek-e-Taliban Pakistan. Leiðtogi þeirra nú nefnist Maulana Fazlullah. Talibanar, bæði afganskir og pakistanskir, koma einkum úr röðum pastúna, ættflokks sem býr beggja vegna landamæranna. Norðausturhluti Pakistans, meðfram landamærum Afganistans, er að mestu byggður pastúnum og þar er staða talibana sterkust.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira