Grófum 33.000 kílómetra af skurðum en landið illa nýtt Svavar Hávarðsson skrifar 11. desember 2014 09:00 Skurðir sem þessir voru grafnir fyrir ríkisstyrki um áratugaskeið. Þegar styrkir voru ekki lengur fáanlegir lauk greftri framræsluskurða fljótt. mynd/jón guðmundsson Verulegur hluti þeirra 3.900 ferkílómetra lands sem hafa verið ræstir fram hér á landi hefur ekki verið tekinn til túnræktar eða er nýttur sem beitarland. Áhrif þessa mikla inngrips í náttúru landsins eru víðfeðm, og endurheimt votlendis því talin aðkallandi umhverfismál. Það lýtur ekki síst að losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mikið af þessu landi sem er ekki beinlínis nýtt til landbúnaðar, og þá vegna þess að töluvert af umræddum jörðum hefur farið í eyði og að menn ræstu líka meira fram en þeir notuðu fyrir tún. En það er rétt, framræsla var miklu meiri en nýting gaf beint tilefni til,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, um þá staðreynd að hátt í helmingur af öllu votlendi á Íslandi hefur verið þurrkaður upp með framræslu.Sláandi tölur Tölurnar eru sláandi, má segja. Þurrkuð hafa verið upp um 40 prósent alls votlendis. Það er talið vera um 3.900 ferkílómetrar en heildarútbreiðsla votlendis á Íslandi er um 10.000 ferkílómetrar, eða u.þ.b. 10% landsins. Skýringanna á þessum framkvæmdum er að leita aftur til miðrar 20. aldar þegar viðamikil framræsla hófst með það að markmiði að auka framleiðni í landbúnaði. Annars vegar var verið að skapa möguleika til túnræktar á frjósömum mýrarjarðvegi í kjölfar framræslu og hins vegar að skapa nothæf beitilönd. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum – en til samanburðar er ummál jarðar um miðbaug 40.000 kílómetrar.Guðmundur HalldórssonJón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, þekkir þessa sögu vel. Athuganir Jóns og annarra vísindamanna benda til að heildarflatarmál á framræstu landi sem flokkað er einfaldlega sem mólendi nemur um 3.400 ferkílómetrum. Tún og akrar eru ekki nema rétt rúmlega 500 ferkílómetrar að viðbættum 25 ferkílómetrum lands sem flokkast sem skóglendi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má ætla að þúsund ferkílómetra votlendis mætti endurheimta með litlum fyrirvara og „án þess að stíga á margar tær“, eins og það er orðað. Þar er átt við að hagsmunir fárra teygi sig inn á þetta tiltekna landsvæði. Það er mikið landsvæði þegar haft er í huga að endurheimt votlendis á tímabilinu 1993 til 2012 voru sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Hér verður að taka fram að langur vegur er frá því að lengd skurða gefi heildstæða mynd; inn í hana vantar allar tölur yfir framræslu vegna annarra framkvæmda s.s. vegagerðar, skógræktar, hönnunar sumarbústaðabyggða og vegna þéttbýlismyndunar – og að á árunum 1962-1993 voru grafnir 62.000 kílómetrar af plógræsum. Því má fullyrða að mat um að 40 prósent votlendis hafi verið ræst fram er gróft vanmat á því votlendi sem hefur verið þurrkað upp.Aðkallandi Í greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra vegna nýrra landgræðslulaga er m.a. fjallað um framræslu votlendis á Íslandi. Þar segir: „Töluverðir möguleikar eru á að endurheimta votlendi hér á landi, án þess að skerða hagsmuni landbúnaðar, og er það aðkallandi umhverfismál.“ Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Hér er ótalið að framræslan hefur gríðarleg áhrif á vatnshag og búsvæði fjölmargra lífverutegunda. Votlendi eru einnig upprunastaður fyrir næringu í ám og vötnum sem mótar m.a. framleiðni vatnakerfa og framleiðni strandsvæða, þar sem eru uppvaxtarstaðir ýmissa fiskistofna og mikilvæg búsvæði margra fuglategunda. Ekki þarf að minna landsmenn á keldusvínið sem er útdautt sem varpfugl á Íslandi – en minkurinn á reyndar sinn kafla í þeirri sögu.Vatnsmiðlun „Votlendið er líka hin náttúrulega flóðavörn. Það tekur til sín úrkomu og safnar vatninu og geymir. Því skilar votlendið hægt og rólega til baka. Það sem er búið að gerast hér og erlendis er að með framræslu hættir þetta kerfi að virka og ein ástæða þess að menn eru að lenda í vanda vegna flóða erlendis. Hér lendum við ekki í vandræðum af því að engar stórborgir eru til að lenda fyrir vatninu,“ segir Guðmundur og bætir við að flóðum fylgi hins vegar landeyðing margs konar. „Þessi vatnsmiðlun er gríðarlega mikilvæg fyrir landið yfirleitt en það er búið að raska henni svo mikið að hún er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem hún annars væri,“ segir Guðmundur. Loftslagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Verulegur hluti þeirra 3.900 ferkílómetra lands sem hafa verið ræstir fram hér á landi hefur ekki verið tekinn til túnræktar eða er nýttur sem beitarland. Áhrif þessa mikla inngrips í náttúru landsins eru víðfeðm, og endurheimt votlendis því talin aðkallandi umhverfismál. Það lýtur ekki síst að losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mikið af þessu landi sem er ekki beinlínis nýtt til landbúnaðar, og þá vegna þess að töluvert af umræddum jörðum hefur farið í eyði og að menn ræstu líka meira fram en þeir notuðu fyrir tún. En það er rétt, framræsla var miklu meiri en nýting gaf beint tilefni til,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, um þá staðreynd að hátt í helmingur af öllu votlendi á Íslandi hefur verið þurrkaður upp með framræslu.Sláandi tölur Tölurnar eru sláandi, má segja. Þurrkuð hafa verið upp um 40 prósent alls votlendis. Það er talið vera um 3.900 ferkílómetrar en heildarútbreiðsla votlendis á Íslandi er um 10.000 ferkílómetrar, eða u.þ.b. 10% landsins. Skýringanna á þessum framkvæmdum er að leita aftur til miðrar 20. aldar þegar viðamikil framræsla hófst með það að markmiði að auka framleiðni í landbúnaði. Annars vegar var verið að skapa möguleika til túnræktar á frjósömum mýrarjarðvegi í kjölfar framræslu og hins vegar að skapa nothæf beitilönd. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum – en til samanburðar er ummál jarðar um miðbaug 40.000 kílómetrar.Guðmundur HalldórssonJón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, þekkir þessa sögu vel. Athuganir Jóns og annarra vísindamanna benda til að heildarflatarmál á framræstu landi sem flokkað er einfaldlega sem mólendi nemur um 3.400 ferkílómetrum. Tún og akrar eru ekki nema rétt rúmlega 500 ferkílómetrar að viðbættum 25 ferkílómetrum lands sem flokkast sem skóglendi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má ætla að þúsund ferkílómetra votlendis mætti endurheimta með litlum fyrirvara og „án þess að stíga á margar tær“, eins og það er orðað. Þar er átt við að hagsmunir fárra teygi sig inn á þetta tiltekna landsvæði. Það er mikið landsvæði þegar haft er í huga að endurheimt votlendis á tímabilinu 1993 til 2012 voru sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Hér verður að taka fram að langur vegur er frá því að lengd skurða gefi heildstæða mynd; inn í hana vantar allar tölur yfir framræslu vegna annarra framkvæmda s.s. vegagerðar, skógræktar, hönnunar sumarbústaðabyggða og vegna þéttbýlismyndunar – og að á árunum 1962-1993 voru grafnir 62.000 kílómetrar af plógræsum. Því má fullyrða að mat um að 40 prósent votlendis hafi verið ræst fram er gróft vanmat á því votlendi sem hefur verið þurrkað upp.Aðkallandi Í greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra vegna nýrra landgræðslulaga er m.a. fjallað um framræslu votlendis á Íslandi. Þar segir: „Töluverðir möguleikar eru á að endurheimta votlendi hér á landi, án þess að skerða hagsmuni landbúnaðar, og er það aðkallandi umhverfismál.“ Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Hér er ótalið að framræslan hefur gríðarleg áhrif á vatnshag og búsvæði fjölmargra lífverutegunda. Votlendi eru einnig upprunastaður fyrir næringu í ám og vötnum sem mótar m.a. framleiðni vatnakerfa og framleiðni strandsvæða, þar sem eru uppvaxtarstaðir ýmissa fiskistofna og mikilvæg búsvæði margra fuglategunda. Ekki þarf að minna landsmenn á keldusvínið sem er útdautt sem varpfugl á Íslandi – en minkurinn á reyndar sinn kafla í þeirri sögu.Vatnsmiðlun „Votlendið er líka hin náttúrulega flóðavörn. Það tekur til sín úrkomu og safnar vatninu og geymir. Því skilar votlendið hægt og rólega til baka. Það sem er búið að gerast hér og erlendis er að með framræslu hættir þetta kerfi að virka og ein ástæða þess að menn eru að lenda í vanda vegna flóða erlendis. Hér lendum við ekki í vandræðum af því að engar stórborgir eru til að lenda fyrir vatninu,“ segir Guðmundur og bætir við að flóðum fylgi hins vegar landeyðing margs konar. „Þessi vatnsmiðlun er gríðarlega mikilvæg fyrir landið yfirleitt en það er búið að raska henni svo mikið að hún er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem hún annars væri,“ segir Guðmundur.
Loftslagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira