Nóbelsverðlaunin afhent Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. desember 2014 08:00 Malala Yousafzai og Kailash Satyarthi með verðlaun sín í ráðhúsi Óslóborgar. vísir/afp Nóbelsverðlaunin voru afhent í gær. Venju samkvæmt voru friðarverðlaunin afhent í ráðhúsi Óslóborgar en önnur verðlaun hafa Svíar á sinni könnu og voru þau afhent í óperuhúsi borgarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent frá árinu 1901 að undanskildum heimsstyrjaldarárunum 1940-42. Verðlaunin í hagfræði bættust við flóruna árið 1968. Friðarverðlaunin hlutu hin pakistanska Malala Yousafzai og Indverjinn Kailash Satyarthi. Yousafzai hefur barist fyrir því að stúlkur í heimalandi hennar fái að mennta sig til jafns við stráka. „Ég er stolt af því að vera yngsti Nóbelsverðlaunahafi sögunnar og jafnframt fyrsti Pakistaninn til að hljóta þau,“ sagði Yousafzai í ræðu sinni við athöfnina. Hún taldi enn fremur líklegt að hún væri eini Nóbelsverðlaunahafinn sem myndi enn slást við yngri bræður sína. Áður var Lawrence Bragg yngsti verðlaunahafinn en hann var 25 ára er hann hlaut eðlisfræðiverðlaunin árið 1915 fyrir rannsóknir sínar á röntgengeislum. Satyarthi hlaut verðlaunin fyrir baráttu sína gegn barnaþrælkun en talið er að samtök hans hafi losað hátt í 100.000 börn úr böndum þrælkunar. Við verðlaunaafhendinguna hljóp maður upp á sviðið og veifaði mexíkóska fánanum áður en hann var snarlega fjarlægður af öryggisvörðum.Patrick Modiano hlaut verðlaun fyrir bókmenntirvísir/afpVerðlaunin í bókmenntum og hagfræði féllu í skaut tveggja Frakka. Patrick Modiano gaf sína fyrstu bók út árið 1968 og hefur síðan þá gefið út fjöldann allan af ritum. Verk hans fjalla oft um hluti tengda sjálfsvitund, gleymsku og sektarkennd. Modiano er lítt þekktur utan heimalands síns en fá verka hans hafa verið þýdd yfir á önnur tungumál. „Það er auðvelt að ímynda sér að rithöfundar eigi auðvelt með að flytja ræður en sannleikurinn er sá að oft eigum við í vandræðalegu sambandi við rödd okkar,“ sagði Modiano í þakkarræðu. Landi hans, Jean Tirole, hlaut verðlaunin í hagfræði fyrir rannsóknir sínar á markaðsstyrk og regluverki. Í umsögn Nóbelsnefndarinnar segir að Tirole hafi með rannsóknum sínum sýnt hvernig hægt sé að stýra mörkuðum með löggjöf þar sem lítil samkeppni sé til staðar.Shuji Nakamura merkir sér stól en hefð er fyrir því að Nóbelsverðlaunahafar geri slíkt.vísir/afpNóbelsverðlaunin í eðlisfræði fengu Japananir Hiroski Amano, Isamu Akasaki og Shuji Nakamura. Þeir, í sameiningu, fundu upp bláar ljósdíóður sem þurfa minni orku en þeir ljósgjafar er áður þekktust. Flest njótum við góðs af því í dag en tæknin hefur meðal annars nýst í farsíma og sjónvörp dagsins í dag. Norsku hjónin May-Britt Moser og Edvard Moser deildu verðlaunum í læknisfræði með hinum bresk/bandaríska John O'Keefe. Þau uppgötvuðu frumur í heilanum sem gera mönnum kleift að átta sig á rýminu í kringum sig. Uppgötvun þeirra mun koma að gagni í baráttunni við Alzheimers-sjúkdóminn en erfiðleikar við að rata eru meðal fyrstu einkenna hans. Þrír skiptu með sér Nóbelnum í efnafræði. Bandaríkjamennirnir Eric Betzig, William Moerner og Þjóðverjinn Stefan Hell voru heiðraðir fyrir að búa til smásjá sem gerir vísindamönnum kleift að skoða smærri hluti en þekktist áður. Þökk sé þeim er nú hægt að kafa inn í frumur og fylgjast með prótínum og öðrum sameindum. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Nóbelsverðlaunin voru afhent í gær. Venju samkvæmt voru friðarverðlaunin afhent í ráðhúsi Óslóborgar en önnur verðlaun hafa Svíar á sinni könnu og voru þau afhent í óperuhúsi borgarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent frá árinu 1901 að undanskildum heimsstyrjaldarárunum 1940-42. Verðlaunin í hagfræði bættust við flóruna árið 1968. Friðarverðlaunin hlutu hin pakistanska Malala Yousafzai og Indverjinn Kailash Satyarthi. Yousafzai hefur barist fyrir því að stúlkur í heimalandi hennar fái að mennta sig til jafns við stráka. „Ég er stolt af því að vera yngsti Nóbelsverðlaunahafi sögunnar og jafnframt fyrsti Pakistaninn til að hljóta þau,“ sagði Yousafzai í ræðu sinni við athöfnina. Hún taldi enn fremur líklegt að hún væri eini Nóbelsverðlaunahafinn sem myndi enn slást við yngri bræður sína. Áður var Lawrence Bragg yngsti verðlaunahafinn en hann var 25 ára er hann hlaut eðlisfræðiverðlaunin árið 1915 fyrir rannsóknir sínar á röntgengeislum. Satyarthi hlaut verðlaunin fyrir baráttu sína gegn barnaþrælkun en talið er að samtök hans hafi losað hátt í 100.000 börn úr böndum þrælkunar. Við verðlaunaafhendinguna hljóp maður upp á sviðið og veifaði mexíkóska fánanum áður en hann var snarlega fjarlægður af öryggisvörðum.Patrick Modiano hlaut verðlaun fyrir bókmenntirvísir/afpVerðlaunin í bókmenntum og hagfræði féllu í skaut tveggja Frakka. Patrick Modiano gaf sína fyrstu bók út árið 1968 og hefur síðan þá gefið út fjöldann allan af ritum. Verk hans fjalla oft um hluti tengda sjálfsvitund, gleymsku og sektarkennd. Modiano er lítt þekktur utan heimalands síns en fá verka hans hafa verið þýdd yfir á önnur tungumál. „Það er auðvelt að ímynda sér að rithöfundar eigi auðvelt með að flytja ræður en sannleikurinn er sá að oft eigum við í vandræðalegu sambandi við rödd okkar,“ sagði Modiano í þakkarræðu. Landi hans, Jean Tirole, hlaut verðlaunin í hagfræði fyrir rannsóknir sínar á markaðsstyrk og regluverki. Í umsögn Nóbelsnefndarinnar segir að Tirole hafi með rannsóknum sínum sýnt hvernig hægt sé að stýra mörkuðum með löggjöf þar sem lítil samkeppni sé til staðar.Shuji Nakamura merkir sér stól en hefð er fyrir því að Nóbelsverðlaunahafar geri slíkt.vísir/afpNóbelsverðlaunin í eðlisfræði fengu Japananir Hiroski Amano, Isamu Akasaki og Shuji Nakamura. Þeir, í sameiningu, fundu upp bláar ljósdíóður sem þurfa minni orku en þeir ljósgjafar er áður þekktust. Flest njótum við góðs af því í dag en tæknin hefur meðal annars nýst í farsíma og sjónvörp dagsins í dag. Norsku hjónin May-Britt Moser og Edvard Moser deildu verðlaunum í læknisfræði með hinum bresk/bandaríska John O'Keefe. Þau uppgötvuðu frumur í heilanum sem gera mönnum kleift að átta sig á rýminu í kringum sig. Uppgötvun þeirra mun koma að gagni í baráttunni við Alzheimers-sjúkdóminn en erfiðleikar við að rata eru meðal fyrstu einkenna hans. Þrír skiptu með sér Nóbelnum í efnafræði. Bandaríkjamennirnir Eric Betzig, William Moerner og Þjóðverjinn Stefan Hell voru heiðraðir fyrir að búa til smásjá sem gerir vísindamönnum kleift að skoða smærri hluti en þekktist áður. Þökk sé þeim er nú hægt að kafa inn í frumur og fylgjast með prótínum og öðrum sameindum.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira